Innlent

Vilja lægri þóknun vegna innheimtu útsvars

Bjarki Ármannsson skrifar
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnafjarðarbæjar, hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf.
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnafjarðarbæjar, hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf. Vísir/Daníel
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnafjarðarbæjar, hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf og óskað eftir því að sambandið beiti sér fyrir því að innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars verði lækkuð. Vill Hafnarfjarðarbær að tekið sé mið af þóknuninni eins og hún var upphaflega þegar ríkið tók innheimtu útsvars að sér.

Í bréfinu segir Haraldur að meðal þess sem fram hafi komið í skýrslu Capacent á úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins hafi komið fram að að þóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars hefur hækkað verulega.  Skýringin á því er að innheimtuþóknun sem hlutfall af því sem innheimt er hefur haldist óbreytt, þ.e. 0,5%, á sama tíma og hlutfall útsvars hefur hækkað umtalsvert.  Segir hann að eðlilegt verði að teljast að hlutfall þóknunar til ríkissjóðs lækki í samræmi við hækkun á álagningaprósentu útsvars.

Þá var á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar í kvöld lögð fram áskorun til Alþingis um að tryggingargjald 2016 verði lækkað verulega umfram það sem gert var ráð fyrir í síðasta fjárlagafrumvarpi.

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að Hafnarfjarðarbær muni greiða um 670 m.kr. í tryggingargjald árið 2015 en þessi fjárhæð væri um 478 m.kr. ef tryggingargjaldið væri óbreytt frá því fyrir hrun eða lækkun sem nemur um 192 m.kr. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×