Innlent

Misstirðu af frumkvöðlinum? Ræða Kathrine Switzer er komin á netið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gestir í Hörpu voru ánægðir með erindi Switzer. Fjölmargir fengu mynd af sér með hlaupakonunni að fundi loknum.
Gestir í Hörpu voru ánægðir með erindi Switzer. Fjölmargir fengu mynd af sér með hlaupakonunni að fundi loknum. Vísir/GVA
Kathrine Switzer talaði á opnum fundi í Hörpu í gær í tilefni af Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram á morgun. Fundurinn var á vegum Íslandsbanka sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins.

Árið 1967 varð Kathrine fyrsta konan til að skrá sig í Boston maraþonið, en það vakti heimsathygli þegar skipuleggjendur keppninnar reyndu að stöðva hana í miðju hlaupi.

Hún hefur síðan barist fyrir réttindum kvenna til að stunda íþróttir og verið mikill frumkvöðull á því sviði út um allan heim.

Björn Berg Gunnarsson stýrði fundinum og hélt leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir meðal annars erindi.

Fundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Kathrine Switzer í Hörpu - Jafnrétti er langhlaup from Íslandsbanki on Vimeo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×