Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:18 Haldinn verður íbúafundur í Borgarnesi þann 27. ágúst um sameininguna. Vísir/Vilhelm Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00
Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59