Innlent

„Höfum aldrei verið nærri“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sátt er loks í sjónmáli í kjaradeilu skurðlækna og ríkisins. Deiluaðilar hafa setið við samningaborðið frá klukkan tíu í morgun og telja þeir nú líkur á að skrifað verði undir kjarasamning á næstu klukkustundum.

„Ég er nokkuð vongóður. Það hefur þokast vel í dag og við höfum aldrei verið nærri, í það minnsta,“ sagði Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og bætti því við að hann útiloki ekki að skrifað verði undir í kvöld eða í nótt.

Helgi vildi ekki fara í nein efnisatriði og því ekki ljóst hvert tilboð ríkisins er. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði samninginn svipaðan þeim sem gerður var við Læknafélag Íslands í gær. „Svipaður en samt ekki. Þetta eru tvö ólík félög,“ sagði Gunnar sem sat á fundi með læknum til klukkan fjögur í nótt. Sátt náðist þá í þeirra deilu og fá læknar strax tíu prósenta launahækkun.


Tengdar fréttir

Verkfalli lækna frestað

Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt.

„Algjör uppstokkun á samningi lækna“

"Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna.

Á frekar von á að læknar samþykki samninginn

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, telur að það muni taka nokkurn tíma að leysa úr þeim vanda sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu vegna verkfalls lækna.

Inflúensa og RS-sýking auka á vanda í verkfalli

Nokkrir Íslendingar hafa greinst með inflúensu og RS-sýkingu á síðustu dögum. Harðar verkfallsaðgerðir lama starfsemi spítalanna á meðan skæðar pestir herja á landsmenn. Janúarmánuður er talinn mesti annatíminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×