Innlent

Vaknaði læstur inni á skemmtistað í morgun

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Maðurinn sofnaði í nótt og þegar hann vaknaði í morgun var hann aleinn og yfirgefinn.
Maðurinn sofnaði í nótt og þegar hann vaknaði í morgun var hann aleinn og yfirgefinn. Vísir/KTD
Maður hafði samband við lögreglu klukkan sjö í morgun vegna þess að hann var læstur inni á skemmtistað við Austurstræti. Hafði maðurinn sofnað á veitingastaðnum í nótt eftir drykkju og þegar hann vaknaði var partýið búið; staðurinn lokaður og allir farnir heim.

Maðurinn var aðstoðaður við að komast út af staðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá var stuttu áður tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og árásarþoli var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Árásarmaður handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.  Við vistun fundust óskilgreind efni innanklæða hjá manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×