Dæmi um að menn búi í Gistiskýlinu í áratugi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 18:33 Fólki hefur verið vísað burt frá Gistiskýlinu undanfarnar vikur vegna plássleysis. Forstöðumaðurinn segir vandann meðal annars liggja í því að margir nýti sér neyðarathvarfið sem búsetuúrræði og finna þurfi betri meðferðarúrræði fyrir pólskumælandi menn sem eru stór hópur í skýlinu. „Það ástand hefur komið og verið núna í vor að það hefur fyllst hjá okkur hvað eftir annað og við höfum þurft að vísa mönnum frá sem er náttúrulega mjög bagalegt því þessir menn hafa ekki í mörg úrræði að vernda,“ segir Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins. Pláss er fyrir 29 manns í Gistiskýlinu með því að bæta aukadýnum við en undanfarið hefur þurft að vísa frá á nánast hverju einasta kvöldi einum og upp í sex manns. Hann segir borgina bjóða upp á góða þjónustu fyrir þennan hóp en vandinn sé líka tilkominn vegna þess að ýmsir nýti sér Gistiskýlið sem búsetuúrræði ekki neyðarathvarf. Dæmi eru um að menn hafi búið í skýlinu í áratugi. „Það er að myndast svona tappar, eldri einstaklingar sem hafa verið að nýta sér Gistiskýlið í Þingholtsstræti og svo hérna sem líta á þetta sem heimili sitt, kannski eðlilega þeir hafa ekki í önnur hús að vernda. En þeir loka dálítið fyrir að við getum tekið nýja inn. Og síðan er hér hópur Pólverja sem hefur ekki í nein hús að vernda.” Sveinn segir mikilvægt að koma upp betri meðferðarúrræðum til þess að hjálpa þessum hóp. „Menn voru hérna í vinnu, komu hingað til að vinna, missa svo vinnuna, og í framhaldinu þá verða þeir Bakkusi að bráð. Það er kannski voðalega lítið um það að það sé verið að skoða þeirra mál sérstaklega. Það er eitthvað sem við erum að skoða núna og verður gert. En þetta er mjög bagalegt því þessir einstaklingar komast ekki með góðu móti í meðferð. Þeir tala bara pólsku, litla ensku og enga íslensku. Þannig að þetta er svona tappi sem við erum að glíma við um þessar mundir.” Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Fólki hefur verið vísað burt frá Gistiskýlinu undanfarnar vikur vegna plássleysis. Forstöðumaðurinn segir vandann meðal annars liggja í því að margir nýti sér neyðarathvarfið sem búsetuúrræði og finna þurfi betri meðferðarúrræði fyrir pólskumælandi menn sem eru stór hópur í skýlinu. „Það ástand hefur komið og verið núna í vor að það hefur fyllst hjá okkur hvað eftir annað og við höfum þurft að vísa mönnum frá sem er náttúrulega mjög bagalegt því þessir menn hafa ekki í mörg úrræði að vernda,“ segir Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins. Pláss er fyrir 29 manns í Gistiskýlinu með því að bæta aukadýnum við en undanfarið hefur þurft að vísa frá á nánast hverju einasta kvöldi einum og upp í sex manns. Hann segir borgina bjóða upp á góða þjónustu fyrir þennan hóp en vandinn sé líka tilkominn vegna þess að ýmsir nýti sér Gistiskýlið sem búsetuúrræði ekki neyðarathvarf. Dæmi eru um að menn hafi búið í skýlinu í áratugi. „Það er að myndast svona tappar, eldri einstaklingar sem hafa verið að nýta sér Gistiskýlið í Þingholtsstræti og svo hérna sem líta á þetta sem heimili sitt, kannski eðlilega þeir hafa ekki í önnur hús að vernda. En þeir loka dálítið fyrir að við getum tekið nýja inn. Og síðan er hér hópur Pólverja sem hefur ekki í nein hús að vernda.” Sveinn segir mikilvægt að koma upp betri meðferðarúrræðum til þess að hjálpa þessum hóp. „Menn voru hérna í vinnu, komu hingað til að vinna, missa svo vinnuna, og í framhaldinu þá verða þeir Bakkusi að bráð. Það er kannski voðalega lítið um það að það sé verið að skoða þeirra mál sérstaklega. Það er eitthvað sem við erum að skoða núna og verður gert. En þetta er mjög bagalegt því þessir einstaklingar komast ekki með góðu móti í meðferð. Þeir tala bara pólsku, litla ensku og enga íslensku. Þannig að þetta er svona tappi sem við erum að glíma við um þessar mundir.”
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira