Innlent

Brennsluofn ekki í umhverfismat

Sveinn Arnarsson skrifar
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga er með stærstu kjötafurðastöðvum landsins.
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga er með stærstu kjötafurðastöðvum landsins.
Fyrirhuguð áform Kaupfélags Skagfirðinga þess efnis að setja upp brennsluofn sem gæti brennt allt að sex tonnum af sláturúrgangi á dag þarf ekki að fara í umhverfismat að mati Skipulagsstofnunar.

Kaupfélag Skagfirðinga fór þess á leit við heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra að breyta starfsleyfisskilyrðum sínum til að geta brennt sex tonn að hámarki á dag af áhættuvefjum og sýktum dýrahræjum og komast þannig hjá urðun eða kostnaðarsömum leiðum við förgun þeirra.

Það starfsleyfi er enn til kynningar hjá heilbrigðiseftirlitinu. Í upplýsingum frá framleiðanda ofnsins sem KS hefur hug á að kaupa er tekið fram að útblástursmælingar sýni að búnaðurinn uppfylli viðmið sem sett eru í Evrópulöggjöf um brennslu úrgangs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×