Innlent

Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
„Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni.
„Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni.
„Það var bara ekkert annað í stöðunni hjá þeim. Hann var búinn að missa atvinnuleyfi og búið að vísa honum úr landi og þá hafði hann engar tekjur,“ segir Hermann Ragnarsson, vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni.

Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar

„Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði. Þannig það var ekkert annað í stöðunni,“ segir Hermann sem hefur hjálpað fjölskyldunni að koma undir sig fótunum hér á landi.

„Þó að hann hafi ekki sagt mér þetta svona þá upplifði ég þetta nákvæmlega þannig, hann átti svo erfitt að tjá sig,“ segir Hermann en maðurinn og fjölskylda hans töluðu ekki ensku. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag að báðar albönsku fjölskyldurnar hefðu beðið um flutning.

Þar kom fram að báðar albönsku fjölskyldurnar hefðu ákveðið að una niðurstöðu stofnunarinnar í málum þeirra og dregið til baka kærur sínar til kærunefndar útlendingamála. Hermann segir að það hafi verið það eina í stöðunni fyrir þau eftir niðurstöðu stofnunarinnar; þau hafi ekki mátt sjá fyrir sér.

Hermann segir að maðurinn hafi verið góður starfskraftur og sér eftir honum. „Það vilja allir hafa svona mann í vinnu,“ segir hann.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.