Innlent

Maður um fimmtugt sótti 45 milljón króna lottóvinning sinn

Atli ísleifsson skrifar
Lottópotturinn sem maðurinn vann var fimmfaldur.
Lottópotturinn sem maðurinn vann var fimmfaldur. Vísir/Vilhelm
Tæplega fimmtugur karlmaður hefur sótt rúmlega 45 milljóna króna lottóvinning sinn í húsnæði Íslenskrar getspár. Maðurinn býr í Reykjavík og keypti miðann sinn í Olís við Sæbraut.

„Vegna lasleika komst hann ekki fyrr en rúmlega viku eftir útdrátt til að láta yfirfara miðann og var ennþá í vægu sjokki þegar hann heimsótti okkur hjá Getspá og varla farinn að trúa þessari heppni.

En alsæll var hann og væntanlega verður brosað út að eyrum við jólagjafainnkaupin á þessu heimili,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Lottópotturinn sem maðurinn vann var fimmfaldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×