Segir undantekningu ef hjólaakreinarnar eru rétt nýttar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. september 2015 13:45 Bílstjórinn ók á brott skömmu eftir að Páll tók myndina. mynd/páll „Þetta er viðvarandi vandamál. Ég fer þarna tvisvar á dag og það er nær aldrei hrein braut. Það er alltaf einhver fyrir,“ segir Páll V. Bjarnason um hjólastígana á Hverfisgötu. Páll er arkitekt og er með stofu sem er staðsett á Laugarvegi. Hann hjólar þessa leið daglega í og úr vinnu. Er hann var á leiðinni til vinnu í gær hafði rútu verið lagt á hjólaakreinina. „Ég stoppaði hjá honum, bankaði á rúðuna hjá bílstjóranum og benti honum kurteisislega á að þetta væri hjólarein sem hann væri á. Hann gerði sér fullkomna grein fyrir því og spurði mig á móti hvar hann ætti eiginlega að leggja. Ég tjáði honum að hjólaakreinin væri ekki staðurinn en svar hans við því var að honum væri nokkuð sama,“ segir Páll.Undantekning ef akreinarnar eru rétt nýttar Samkvæmt Páli eru það ekki aðeins rútur og sendibílar sem leggja þarna heldur er einnig algengt að sjá þarna einkabíla. Myndinni deildi Páll í hópnum Samgönguhjólreiðar á Facebook og eru margir sem taka undir þessa ábendingu hans. „Þetta er ekki það eina. Það er fólk sem gengur á þeim og svo er talsvert um það að hjólreiðafólk hjóli á móti umferð. Það er akrein beggja vegin götunnar og það er einstefna á þeim báðum.“ Hann segir hjólastígana á Hverfisgötu vera eina mestu bragarbót í miðbænum varðandi hjólamenninguna og að framkvæmdin hafi verið hin metnaðarfyllsta af hálfu borgarinnar. „En það er mjög sorglegt að þær skuli ekki virka því menn virða þær ekki.“Vonar að leysist úr málinu innan skamms „Við reynum að taka tillit til allra og stoppa á stöðum þar sem við truflum sem minnst,“ segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Reykjavík Excursions Kynnisferða. „Það er þannig að bílar mega staðnæmast og hleypa út fólki og það er enginn vísvitandi að reyna að stöðva umferð.“ Kristján segir það því miður svo að aðstæðurnar í miðbæ Reykjavíkur séu ekki eins og best verður á kosið fyrir aðkomu hópferðabíla. Hann vonast til þess að í samvinnu við borgaryfirvöld takist að skapa betra umhverfi en eins og staðan er í dag geti það komið fyrir að bílar þurfi að stoppa á óheppilegum stöðum. „Þegar það gerist þá reynum við að hafa það í eins stutta stund og hægt er. Ef það er í lengri tíma þá brýnum við það fyrir bílstjórum okkar að fara þá í burtu, taka hring og koma þá aftur til að trufla umferð sem minnst,“ segir Kristján. Hann segir að rútufyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar lengi hafa bent á þennan vanda en framan af hafi það skilað litlu. Nú sé hins vegar hafið samtal milli fyrirtækjanna og borgaryfirvalda sem hann vonar að skili árangri. „Það sem myndi laga þennan vanda er að hafa stæði með reglulegu millibili þar sem hópferðabílar geta tekið farþega upp í. Sú vinna er hafin og skilar vonandi árangri áður en langt um líður,“ segir Kristján. Ýmsir notendur Twitter hafa tekið myndir af bílum sem lagt hefur verið á hjólreiðastígana á Hverfisgötunni og sett inn á samskiptavefinn undir #aðförin. Í fréttinni má sjá nokkrar slíkar færslur.Er þessi að reyna að slá met? #aðförin pic.twitter.com/6mqG9nRjmY— Arnór Hreiðarsson (@arnorhreidars) July 27, 2015 @logreglan #aðförin að einkabílnum pic.twitter.com/Vtq2nTjXh8— Sindri Rafn Kamban (@sindrikamban) June 4, 2015 .@gudmkri #aðförin #rúv #landrover #onelifeliveit pic.twitter.com/oP0fLGOWFG— Magnús B. Magnússon (@magnusberg) January 28, 2015 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Þetta er viðvarandi vandamál. Ég fer þarna tvisvar á dag og það er nær aldrei hrein braut. Það er alltaf einhver fyrir,“ segir Páll V. Bjarnason um hjólastígana á Hverfisgötu. Páll er arkitekt og er með stofu sem er staðsett á Laugarvegi. Hann hjólar þessa leið daglega í og úr vinnu. Er hann var á leiðinni til vinnu í gær hafði rútu verið lagt á hjólaakreinina. „Ég stoppaði hjá honum, bankaði á rúðuna hjá bílstjóranum og benti honum kurteisislega á að þetta væri hjólarein sem hann væri á. Hann gerði sér fullkomna grein fyrir því og spurði mig á móti hvar hann ætti eiginlega að leggja. Ég tjáði honum að hjólaakreinin væri ekki staðurinn en svar hans við því var að honum væri nokkuð sama,“ segir Páll.Undantekning ef akreinarnar eru rétt nýttar Samkvæmt Páli eru það ekki aðeins rútur og sendibílar sem leggja þarna heldur er einnig algengt að sjá þarna einkabíla. Myndinni deildi Páll í hópnum Samgönguhjólreiðar á Facebook og eru margir sem taka undir þessa ábendingu hans. „Þetta er ekki það eina. Það er fólk sem gengur á þeim og svo er talsvert um það að hjólreiðafólk hjóli á móti umferð. Það er akrein beggja vegin götunnar og það er einstefna á þeim báðum.“ Hann segir hjólastígana á Hverfisgötu vera eina mestu bragarbót í miðbænum varðandi hjólamenninguna og að framkvæmdin hafi verið hin metnaðarfyllsta af hálfu borgarinnar. „En það er mjög sorglegt að þær skuli ekki virka því menn virða þær ekki.“Vonar að leysist úr málinu innan skamms „Við reynum að taka tillit til allra og stoppa á stöðum þar sem við truflum sem minnst,“ segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Reykjavík Excursions Kynnisferða. „Það er þannig að bílar mega staðnæmast og hleypa út fólki og það er enginn vísvitandi að reyna að stöðva umferð.“ Kristján segir það því miður svo að aðstæðurnar í miðbæ Reykjavíkur séu ekki eins og best verður á kosið fyrir aðkomu hópferðabíla. Hann vonast til þess að í samvinnu við borgaryfirvöld takist að skapa betra umhverfi en eins og staðan er í dag geti það komið fyrir að bílar þurfi að stoppa á óheppilegum stöðum. „Þegar það gerist þá reynum við að hafa það í eins stutta stund og hægt er. Ef það er í lengri tíma þá brýnum við það fyrir bílstjórum okkar að fara þá í burtu, taka hring og koma þá aftur til að trufla umferð sem minnst,“ segir Kristján. Hann segir að rútufyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar lengi hafa bent á þennan vanda en framan af hafi það skilað litlu. Nú sé hins vegar hafið samtal milli fyrirtækjanna og borgaryfirvalda sem hann vonar að skili árangri. „Það sem myndi laga þennan vanda er að hafa stæði með reglulegu millibili þar sem hópferðabílar geta tekið farþega upp í. Sú vinna er hafin og skilar vonandi árangri áður en langt um líður,“ segir Kristján. Ýmsir notendur Twitter hafa tekið myndir af bílum sem lagt hefur verið á hjólreiðastígana á Hverfisgötunni og sett inn á samskiptavefinn undir #aðförin. Í fréttinni má sjá nokkrar slíkar færslur.Er þessi að reyna að slá met? #aðförin pic.twitter.com/6mqG9nRjmY— Arnór Hreiðarsson (@arnorhreidars) July 27, 2015 @logreglan #aðförin að einkabílnum pic.twitter.com/Vtq2nTjXh8— Sindri Rafn Kamban (@sindrikamban) June 4, 2015 .@gudmkri #aðförin #rúv #landrover #onelifeliveit pic.twitter.com/oP0fLGOWFG— Magnús B. Magnússon (@magnusberg) January 28, 2015
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira