Kvótar og niðurlæging Hjördís Birna Hjartardóttir skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Umræðan um kynjakvóta skýtur reglulega upp kollinum, nú síðast innan kvikmyndabransans þar sem hallar verulega á konur. Baltasar Kormákur talaði með slíkum kvóta nýverið og allt samfélagið lagði við hlustir, þ.ám. menntamálaráðherra, sem fannst rök leikstjórans vera „sannfærandi“. Rökin fékk Baltasar þó bara að láni frá þeim fjölmörgu konum í bransanum sem hafa margsinnis bent á þetta vandamál í gegnum tíðina, en þeirra málflutningur hefur ekki fengið sömu áheyrn. Svo virðist sem þetta hafi allt saman hljómað meira sannfærandi í eyrum þjóðarinnar þegar það kom frá karlmanni. Umræðunni um kynjakvóta fylgja alltaf hugleiðingar um meinta niðurlægingu kvenna. Andstæðingar kvóta halda því fram að slíkt inngrip sé niðurlægjandi fyrir konur af því að þær fari þá ekki áfram á eigin verðleikum, heldur sé búið að rétta þeim „hækju“. Dagur Kári hélt þessu m.a. fram í Facebook-færslu og fékk mörg læk fyrir. Þeir sem taka undir þetta gleyma því þó gjarnan að karlmenn hafa í árhundruð fengið hækju í vöggugjöf – fallega innpökkuð forréttindi sem hafa fylgt því að fæðast með typpi. Engum virðist þykja það neitt sérstaklega niðurlægjandi fyrir karlmenn. Sjálfsagt er það vegna þess að hækjan þeirra er ósýnileg og allir eru löngu orðnir henni samdauna. Með sama hætti og allir eru orðnir samdauna söguþræðinum í kvikmyndinni – sem er stanslaust á replay – þar sem karlmaður sigrast á erfiðu vandamáli og kona er honum til stuðnings. Er hugsanlegt að núverandi ástand sé meira niðurlægjandi fyrir konur heldur en tímabundið inngrip til þess að leiðrétta stöðuna? Er hugsanlegt að riddaralegar áhyggjur af niðurlægingu kvenna séu varnarviðbrögð hræddra, lítilla karla sem hafa ekki stigið inn í ljósið eins og Baltasar? Er það betri kostur að konur bíði prúðar og hæfar á meðan króníska typpalyktin finnur sjálf leiðina út? Kynjakvótar virðast almennt hafa gefið góða raun þar sem þeim hefur verið beitt og jafnvel hörðustu andstæðingar þeirra hafa skipt um skoðun þegar þeir hafa séð jákvæðar afleiðingar þeirra. Að því sögðu er þetta inngrip allrar gagnrýni vert og ætti ekki að beita því nema að vel ígrunduðu máli. Fleira þarf líka að koma til; hugarfarsbreyting og samstillt átak allra. Við getum ímyndað okkur að kynjakvótinn sé lyfseðillinn frá lækninum, en sjúklingurinn (bransinn) þarf líka að breyta um lífsstíl og taka ábyrgð á eigin heilsu. Lyfin hjálpa yfir erfiðasta hjallann og flýta fyrir batanum, en þau eru aðeins hugsuð til skamms tíma. Leyfum konum a.m.k. að ákveða sjálfar hvað þær álíta niðurlægjandi og hvað ekki. Það er ekki Dags Kára eða annarra karlmanna að meta það. Ég held að konur þekki niðurlægingu þegar þær sjá hana. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig, en ég sá enga niðurlægingu þegar ég horfði á flottu stelpurnar í Gettu betur síðastliðið vor. Ég sé heldur enga niðurlægingu í fjölbreyttari stjórnum fyrirtækja, þar sem hlutfall kvenna hefur snaraukist með tilkomu kynjakvóta. Ég sé bara tímabærar breytingar og aukinn fjölbreytileika – öllum til góða. Það væri samt ágætt ef einhver traustvekjandi karlmaður þarna úti gæti tekið undir þessi sjónarmið með mér svo að þessi pistill verði kannski talinn sannfærandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kynjakvóta skýtur reglulega upp kollinum, nú síðast innan kvikmyndabransans þar sem hallar verulega á konur. Baltasar Kormákur talaði með slíkum kvóta nýverið og allt samfélagið lagði við hlustir, þ.ám. menntamálaráðherra, sem fannst rök leikstjórans vera „sannfærandi“. Rökin fékk Baltasar þó bara að láni frá þeim fjölmörgu konum í bransanum sem hafa margsinnis bent á þetta vandamál í gegnum tíðina, en þeirra málflutningur hefur ekki fengið sömu áheyrn. Svo virðist sem þetta hafi allt saman hljómað meira sannfærandi í eyrum þjóðarinnar þegar það kom frá karlmanni. Umræðunni um kynjakvóta fylgja alltaf hugleiðingar um meinta niðurlægingu kvenna. Andstæðingar kvóta halda því fram að slíkt inngrip sé niðurlægjandi fyrir konur af því að þær fari þá ekki áfram á eigin verðleikum, heldur sé búið að rétta þeim „hækju“. Dagur Kári hélt þessu m.a. fram í Facebook-færslu og fékk mörg læk fyrir. Þeir sem taka undir þetta gleyma því þó gjarnan að karlmenn hafa í árhundruð fengið hækju í vöggugjöf – fallega innpökkuð forréttindi sem hafa fylgt því að fæðast með typpi. Engum virðist þykja það neitt sérstaklega niðurlægjandi fyrir karlmenn. Sjálfsagt er það vegna þess að hækjan þeirra er ósýnileg og allir eru löngu orðnir henni samdauna. Með sama hætti og allir eru orðnir samdauna söguþræðinum í kvikmyndinni – sem er stanslaust á replay – þar sem karlmaður sigrast á erfiðu vandamáli og kona er honum til stuðnings. Er hugsanlegt að núverandi ástand sé meira niðurlægjandi fyrir konur heldur en tímabundið inngrip til þess að leiðrétta stöðuna? Er hugsanlegt að riddaralegar áhyggjur af niðurlægingu kvenna séu varnarviðbrögð hræddra, lítilla karla sem hafa ekki stigið inn í ljósið eins og Baltasar? Er það betri kostur að konur bíði prúðar og hæfar á meðan króníska typpalyktin finnur sjálf leiðina út? Kynjakvótar virðast almennt hafa gefið góða raun þar sem þeim hefur verið beitt og jafnvel hörðustu andstæðingar þeirra hafa skipt um skoðun þegar þeir hafa séð jákvæðar afleiðingar þeirra. Að því sögðu er þetta inngrip allrar gagnrýni vert og ætti ekki að beita því nema að vel ígrunduðu máli. Fleira þarf líka að koma til; hugarfarsbreyting og samstillt átak allra. Við getum ímyndað okkur að kynjakvótinn sé lyfseðillinn frá lækninum, en sjúklingurinn (bransinn) þarf líka að breyta um lífsstíl og taka ábyrgð á eigin heilsu. Lyfin hjálpa yfir erfiðasta hjallann og flýta fyrir batanum, en þau eru aðeins hugsuð til skamms tíma. Leyfum konum a.m.k. að ákveða sjálfar hvað þær álíta niðurlægjandi og hvað ekki. Það er ekki Dags Kára eða annarra karlmanna að meta það. Ég held að konur þekki niðurlægingu þegar þær sjá hana. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig, en ég sá enga niðurlægingu þegar ég horfði á flottu stelpurnar í Gettu betur síðastliðið vor. Ég sé heldur enga niðurlægingu í fjölbreyttari stjórnum fyrirtækja, þar sem hlutfall kvenna hefur snaraukist með tilkomu kynjakvóta. Ég sé bara tímabærar breytingar og aukinn fjölbreytileika – öllum til góða. Það væri samt ágætt ef einhver traustvekjandi karlmaður þarna úti gæti tekið undir þessi sjónarmið með mér svo að þessi pistill verði kannski talinn sannfærandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar