Gleymir aldrei þeim níu sem voru myrtir Snærós Sindradóttir skrifar 13. ágúst 2015 08:00 Þúsundir þýskra mótmælenda tóku á móti Mavi Marmara þegar það kom aftur til Tyrklands eftir margra mánaða bið í Ísrael. Fréttablaðið/EPA „Ég má ekki koma til Ísraels í tíu ár. En ég veit ekki hvort þeir munu nokkurn tíma hleypa mér inn,“ segir Annette Groth, þýskur þingmaður Die Linke, sem er stödd hér á landi og hélt erindi í gær á vegum félagsins Ísland-Palestína. Tilefnið var að í maí voru fimm ár liðin frá því að ísraelskar sérsveitir hertóku hjálparskipið Mavi Marmara sem var á leið með nauðsynjar og hjálparstarfsmenn til Gasasvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs. Skipið var hluti af stærri flota hjálparskipa sem lögðu af stað frá Grikklandi og Svíþjóð. „Ég var fyrst á annarri af tveimur snekkjum sem sigldu undir bandarískum fána frá Krít á Grikklandi. Þegar við lögðum af stað varð fljótt ljóst að það hafði verið unnið skemmdarverk á stýribúnaði annars bátsins svo hann þurfti frá að hverfa til Kýpur. Nokkru seinna kom í ljós að stýribúnaðurinn á bátnum sem ég var á var líka ónýtur.“ Annette segist halda að ísraelska leyniþjónustan hafi skipulagt skemmdarverkin á bátunum. Það hafi þó ekki verið rannsakað. „Þegar við vorum komin til Kýpur treysti ég ekki bátnum. Ég og hinir þrír Þjóðverjarnir fórum fram á að vera flutt á Mavi Marmara, sem var stærsta skip sendifararinnar.“ Eftir þrálátar beiðnir var orðið við óskum Þjóðverjanna. „Andrúmsloftið á Mavi Marmara var frábært. Fullt af blaðamönnum og Al Jazeera var með útsendingu allan sólarhringinn. Það var eins og það væri partí allan daginn.“ Það var svo um tvö að nóttu þann 31. maí að gríðarlegur hávaði heyrðist niður í svefnrými skipsins og taugaóstyrk rödd skipstjórans barst um kallkerfið. „Hann sagði að ísraelski herinn væri búinn að umkringja okkur. Við ættum að halda kyrru fyrir.“Þingkona Annette Groth hefur verið þingkona í Þýskalandi síðan 2009. Hún hefur einnig starfað hjá Flóttamannastofnun SÞ.Fréttablaðið/Anton BrinkÍsraelsk sérsveit hafði umkringt skipið á smærri bátum en einnig sigu hermenn úr þyrlum. Skothríð hófst samstundis með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið og margir slösuðust alvarlega. „Sá tíundi lést á síðasta ári. Hann hafði verið í dái alveg síðan árásin varð,“ segir Annette. „Það sem sló mig mest og ég mun aldrei gleyma var að við vorum handjárnuð. Þeir tóku allt af okkur. Seinna fundum við blað með upplýsingum um þá farþega sem mikilvægast var að ná. Það var mynd af mér á því blaði.“ Fleiri þekktir einstaklingar voru um borð í bátnum, meðal annars annar þýskur þingmaður og sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell, sem er þekktastur fyrir bækurnar um Kurt Wallander. Skipverjar voru fluttir til yfirheyrslu í ísraelskum herbúðum. Annette lýsir því hvernig hátt í sjö hundruð yfirheyrslutjöldum var komið fyrir inni í byggingunni. „Þeir reistu heila borg fyrir okkur.“ Sólarhring eftir að hafa verið handtekin var Annette látin laus ásamt nokkrum öðrum Þjóðverjum. Flogið var með hana heim til Þýskalands. Annette hefur áfram tekið þátt í baráttunni gegn aðgerðum Ísraels. Hún segir að frjálslyndir Ísraelsmenn hafi leitað til sín því almenningsálitið í Ísrael, undir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, hafi breyst mjög og sé orðið mjög andvígt frjálslyndum, vinstrisinnuðum gyðingum. Annette vill meðal annars að samstarfssamningi Ísraels og Evrópusambandsins verði rift. „Ég trúi því að án mjög þungra efnahagsþvingana muni ekkert breytast.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
„Ég má ekki koma til Ísraels í tíu ár. En ég veit ekki hvort þeir munu nokkurn tíma hleypa mér inn,“ segir Annette Groth, þýskur þingmaður Die Linke, sem er stödd hér á landi og hélt erindi í gær á vegum félagsins Ísland-Palestína. Tilefnið var að í maí voru fimm ár liðin frá því að ísraelskar sérsveitir hertóku hjálparskipið Mavi Marmara sem var á leið með nauðsynjar og hjálparstarfsmenn til Gasasvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs. Skipið var hluti af stærri flota hjálparskipa sem lögðu af stað frá Grikklandi og Svíþjóð. „Ég var fyrst á annarri af tveimur snekkjum sem sigldu undir bandarískum fána frá Krít á Grikklandi. Þegar við lögðum af stað varð fljótt ljóst að það hafði verið unnið skemmdarverk á stýribúnaði annars bátsins svo hann þurfti frá að hverfa til Kýpur. Nokkru seinna kom í ljós að stýribúnaðurinn á bátnum sem ég var á var líka ónýtur.“ Annette segist halda að ísraelska leyniþjónustan hafi skipulagt skemmdarverkin á bátunum. Það hafi þó ekki verið rannsakað. „Þegar við vorum komin til Kýpur treysti ég ekki bátnum. Ég og hinir þrír Þjóðverjarnir fórum fram á að vera flutt á Mavi Marmara, sem var stærsta skip sendifararinnar.“ Eftir þrálátar beiðnir var orðið við óskum Þjóðverjanna. „Andrúmsloftið á Mavi Marmara var frábært. Fullt af blaðamönnum og Al Jazeera var með útsendingu allan sólarhringinn. Það var eins og það væri partí allan daginn.“ Það var svo um tvö að nóttu þann 31. maí að gríðarlegur hávaði heyrðist niður í svefnrými skipsins og taugaóstyrk rödd skipstjórans barst um kallkerfið. „Hann sagði að ísraelski herinn væri búinn að umkringja okkur. Við ættum að halda kyrru fyrir.“Þingkona Annette Groth hefur verið þingkona í Þýskalandi síðan 2009. Hún hefur einnig starfað hjá Flóttamannastofnun SÞ.Fréttablaðið/Anton BrinkÍsraelsk sérsveit hafði umkringt skipið á smærri bátum en einnig sigu hermenn úr þyrlum. Skothríð hófst samstundis með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið og margir slösuðust alvarlega. „Sá tíundi lést á síðasta ári. Hann hafði verið í dái alveg síðan árásin varð,“ segir Annette. „Það sem sló mig mest og ég mun aldrei gleyma var að við vorum handjárnuð. Þeir tóku allt af okkur. Seinna fundum við blað með upplýsingum um þá farþega sem mikilvægast var að ná. Það var mynd af mér á því blaði.“ Fleiri þekktir einstaklingar voru um borð í bátnum, meðal annars annar þýskur þingmaður og sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell, sem er þekktastur fyrir bækurnar um Kurt Wallander. Skipverjar voru fluttir til yfirheyrslu í ísraelskum herbúðum. Annette lýsir því hvernig hátt í sjö hundruð yfirheyrslutjöldum var komið fyrir inni í byggingunni. „Þeir reistu heila borg fyrir okkur.“ Sólarhring eftir að hafa verið handtekin var Annette látin laus ásamt nokkrum öðrum Þjóðverjum. Flogið var með hana heim til Þýskalands. Annette hefur áfram tekið þátt í baráttunni gegn aðgerðum Ísraels. Hún segir að frjálslyndir Ísraelsmenn hafi leitað til sín því almenningsálitið í Ísrael, undir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, hafi breyst mjög og sé orðið mjög andvígt frjálslyndum, vinstrisinnuðum gyðingum. Annette vill meðal annars að samstarfssamningi Ísraels og Evrópusambandsins verði rift. „Ég trúi því að án mjög þungra efnahagsþvingana muni ekkert breytast.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira