Innlent

Taprekstur hjá KR flugeldum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rekstur KR flugelda skilar ekki ábata.
Rekstur KR flugelda skilar ekki ábata. fréttablaðið/stefán
Tap KR flugelda ehf. á síðasta ári nam 9.900 krónum. Það svipuð afkoma og árið áður þegar tapið nam 19.500 krónum. Eignir félagsins um síðustu áramót námu 17 milljónum króna. Þar af voru 14,6 milljónir króna í skammtímakröfum en 2,5 milljónir í flugeldabirgðum.

Á vef KR flugelda segir að flugeldasala á vegum KR eigi rætur allt aftur á sjötta áratug síðustu aldar. Það hafi þó ekki verið fyrr en knattspyrnudeild KR tók við flugeldasölu á vegum KR í lok áttunda áratugarins að KR flugeldar urðu til.

Árið 1996 var rekstrarforminu breytt og stofnað hlutafélag um innflutninginn og heildsöluna undir nafninu KR flugeldar ehf.

Knattspyrnudeild KR á 48 prósenta hlut í KR flugeldum, en nokkrir velunnarar KR eiga samtals 52 prósent. Það eru Lúðvík Sigurður Georgsson sem á 20 prósenta hlut, Reynir Jónsson á 12 prósenta hlut og Stefán Haraldsson á 20 prósenta hlut. 

---

Athugasemd: Í þessari frétt var áður fullyrt að tapið í fyrra hefði numið 9,9 milljónum króna og 19,5 milljónum árið áður. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×