Innlent

Nemendum fjölgað um nær fimmtung frá 2013

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Í haust eru 660 nemendur skráðir í Melaskóla. Fyrir tveimur árum voru 560 nemendur skráðir í skólann.
Í haust eru 660 nemendur skráðir í Melaskóla. Fyrir tveimur árum voru 560 nemendur skráðir í skólann. Mynd/Þorvaldur Kristmundsson
„Það er greinilega fjölgun skólabarna í Vesturbænum,“ segir Dagný Annasdóttir skólastjóri í Melaskóla um það að í ár eru um hundrað fleiri börn skráð í Melaskóla en fyrir tveimur árum.

„Melaskóli er að verða stærsti skóli landsins og það hefur fjölgað um hundrað börn á tveimur skólaárum, sem verður að teljast mikið.“

Dagný annasdóttir
Í haust eru 660 nemendur skráðir í Melaskóla en fyrir tveimur árum voru 560 nemendur í skólanum. „Í skólanum eru einungis börn á yngsta stigi og á miðstigi og er Melaskóli stærsti barnaskólinn. Í haust verða fimm fyrstu bekkir í skólanum,“ segir Dagný sem veltir því fyrir sér hvað veldur þessari fjölgun nemenda. 

„Það gætu verið nokkrar ástæður. Sérstaða Melaskóla er aldur hans og menning. Í sjötíu ár hafa börn verið vanin á góða umgengni og er orðspor skólans mjög gott.“ 

Dagný segir starfsfólk skólans hafa ákveðið að leggjast öll á eitt og láta umrædda fjölgun ganga upp. „Við höfum skipulagt skólastarfið þannig að það komast allir inn í húsið í haust.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×