Innlent

Landsáætlun samþykkt af ESA

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Salmonella í alifuglum hefur verið vöktuð í áratugi.
Salmonella í alifuglum hefur verið vöktuð í áratugi. Fréttablaðið/Friðrik
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt landsáætlun Matvælaeftirlitsins um smitvarnir vegna sjúkdóma sem geta borist á milli manna og dýra.

Þetta þýðir að Ísland uppfyllir allar kröfur Evrópusambandsins í þeim efnum.

Í Evrópureglugerð frá árinu 2011 um varnir gegn salmonellu og öðrum smitsjúkdómum er gert ráð fyrir að ríki komi sér upp vaktkerfi og landsáætlun gegn slíkum sjúkdómum.

Þar er sérstaklega gert ráð fyrir því að aðildarríki EES geri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins grein fyrir innlendum ráðstöfunum og gera áætlanir um að vakta salmonellu í alifuglum.

Salmonella hefur verið vöktuð hér á landi í áratugi en með landsáætluninni er í fyrsta sinn gefið út heildstætt yfirlit yfir hvernig vakta skuli salmonellu í alifuglarækt á öllum stigum framleiðslunnar og í alifuglafóðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×