Stórbrotin dúkkuhús: Bob Marley og Elvis Presley í unglingaherberginu Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Bergljót Gunnarsdóttir er hér fyrir framan annað af dúkkuhúsunum sem hún smíðað hefur fyrir langaömmubörnin. vísir/anton brink Hin 75 ára gamla listakona Bergljót Gunnarsdóttir situr ekki auðum höndum því á meðal áhugamála hennar er að smíða dúkkuhús. Hún hefur nú lokið við smíði tveggja glæsilegra dúkkuhúsa. Um er að ræða stærðarinnar dúkkuhús sem eru sjaldséð hér á landi. „Ég bjó til dúkkuhúsin fyrir langaömmubörnin. Ég hef fengið mikið hól og börnin eru mjög ánægð með þau,“ segir Bergljót. Hún hefur alla tíð verið flink í höndunum og til að mynda unnið við mósaík og gler og ýmislegt annað í gegnum árin. Hún segist hafa byrjað á að kaupa grind en hafi svo breytt öllu sem hægt var að breyta. „Ég byrjaði á að kaupa eitthvað sem kallað er grind. Ég klæddi húsið að utan og breytti líka innréttingunum svolítið. Ég breytti veggjunum og herbergjaskipan, ásamt því að flísaleggja og teppaleggja gólfin,“ útskýrir Bergljót. Hún notaði svokallaða grind þegar hún hóf að smíða eldra húsið en nýrra húsið smíðaði hún alveg frá grunni. Hún hóf smíðina eftir jólin og segir verkið taka nokkrar vikur.Risið á húsinu geymir unglingaherbergið þar sem Bob Marley og Elvis Presley eru á veggjum.Vísir/Anton Brink„Ég var í nokkrar vikur að gera þetta, líklega svona fjórar til sex vikur. Stundum fékk ég köst þegar ég var að þessu og byrjaði kannski á kvöldin og gat verið að alveg til morguns,“ segir Bergljót en hún smíðar einnig flest húsgögn og innviði hússins. „Ég byrjaði að smíða mublur í húsið í kjölfarið . Ég hef til dæmis verið að smíða alls kyns hluti inn í húsið eins og arin, snyrtiborð, klósettrúllur, spegla og kremdollur,“ bætir Bergljót við. Hún hefur einnig málað málverk á veggina í húsinu sem minna á Kjarval og Þorvald Skúlason og fleiri. Þá eru einnig plaköt á veggjum í húsinu. „Unglingaherbergið í nýja húsinu hefur fengið talsverða athygli, það er veggfóðrað með Bob Marley-plakötum og stóru Elvis Presley-plakati,“ bætir Bergljót við. Málverkið sem sést hér er einnig á vegg inni í íbúð Bergljótar.Hvaða hlut hefur verið erfiðast að smíða? „Pílárarnir í ruggustólnum stóðu svolítið út í allar áttir áður en mér tókst að hemja þá.“ Innblásturinn að hönnun húsanna sækir hún bara í sinn eigin huga og sækir ekki hugmyndir á veraldarvefinn eða annað. „Mig hefur alltaf langað í dúkkuhús en ég eignaðist aldrei svoleiðis. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á svona húsum.“ Bæði húsin eru hugsuð fyrir börn fimm ára og eldri og eru nú eigu langaömmubarna Bergljótar, en langar hana ekkert að búa til fleiri hús og selja jafnvel? „Ég held að fólk mundi ekki borga yfir hundrað þúsund krónur fyrir dúkkuhús, og þó,“ segir Bergljót og hlær. „Ég veit ekki alveg hvað dúkkuhús kosta en ég veit að þau eru rándýr sem ég hef séð úti í Englandi til dæmis. Efnið í mín hús kostar svona fjörutíu til fimmtíu þúsund og svo er vinnan,“ segir Bergljót. Húsið er hið glæsilegasta eins og sjá má. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Hin 75 ára gamla listakona Bergljót Gunnarsdóttir situr ekki auðum höndum því á meðal áhugamála hennar er að smíða dúkkuhús. Hún hefur nú lokið við smíði tveggja glæsilegra dúkkuhúsa. Um er að ræða stærðarinnar dúkkuhús sem eru sjaldséð hér á landi. „Ég bjó til dúkkuhúsin fyrir langaömmubörnin. Ég hef fengið mikið hól og börnin eru mjög ánægð með þau,“ segir Bergljót. Hún hefur alla tíð verið flink í höndunum og til að mynda unnið við mósaík og gler og ýmislegt annað í gegnum árin. Hún segist hafa byrjað á að kaupa grind en hafi svo breytt öllu sem hægt var að breyta. „Ég byrjaði á að kaupa eitthvað sem kallað er grind. Ég klæddi húsið að utan og breytti líka innréttingunum svolítið. Ég breytti veggjunum og herbergjaskipan, ásamt því að flísaleggja og teppaleggja gólfin,“ útskýrir Bergljót. Hún notaði svokallaða grind þegar hún hóf að smíða eldra húsið en nýrra húsið smíðaði hún alveg frá grunni. Hún hóf smíðina eftir jólin og segir verkið taka nokkrar vikur.Risið á húsinu geymir unglingaherbergið þar sem Bob Marley og Elvis Presley eru á veggjum.Vísir/Anton Brink„Ég var í nokkrar vikur að gera þetta, líklega svona fjórar til sex vikur. Stundum fékk ég köst þegar ég var að þessu og byrjaði kannski á kvöldin og gat verið að alveg til morguns,“ segir Bergljót en hún smíðar einnig flest húsgögn og innviði hússins. „Ég byrjaði að smíða mublur í húsið í kjölfarið . Ég hef til dæmis verið að smíða alls kyns hluti inn í húsið eins og arin, snyrtiborð, klósettrúllur, spegla og kremdollur,“ bætir Bergljót við. Hún hefur einnig málað málverk á veggina í húsinu sem minna á Kjarval og Þorvald Skúlason og fleiri. Þá eru einnig plaköt á veggjum í húsinu. „Unglingaherbergið í nýja húsinu hefur fengið talsverða athygli, það er veggfóðrað með Bob Marley-plakötum og stóru Elvis Presley-plakati,“ bætir Bergljót við. Málverkið sem sést hér er einnig á vegg inni í íbúð Bergljótar.Hvaða hlut hefur verið erfiðast að smíða? „Pílárarnir í ruggustólnum stóðu svolítið út í allar áttir áður en mér tókst að hemja þá.“ Innblásturinn að hönnun húsanna sækir hún bara í sinn eigin huga og sækir ekki hugmyndir á veraldarvefinn eða annað. „Mig hefur alltaf langað í dúkkuhús en ég eignaðist aldrei svoleiðis. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á svona húsum.“ Bæði húsin eru hugsuð fyrir börn fimm ára og eldri og eru nú eigu langaömmubarna Bergljótar, en langar hana ekkert að búa til fleiri hús og selja jafnvel? „Ég held að fólk mundi ekki borga yfir hundrað þúsund krónur fyrir dúkkuhús, og þó,“ segir Bergljót og hlær. „Ég veit ekki alveg hvað dúkkuhús kosta en ég veit að þau eru rándýr sem ég hef séð úti í Englandi til dæmis. Efnið í mín hús kostar svona fjörutíu til fimmtíu þúsund og svo er vinnan,“ segir Bergljót. Húsið er hið glæsilegasta eins og sjá má.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira