Innlent

Vísindamenn frá HÍ með tímamótarannsókn

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
RAnnsókn gæti leitt til þróun nýrra lyfja og forvarna.
RAnnsókn gæti leitt til þróun nýrra lyfja og forvarna. Fréttablaðið/Vilhelm
Vísindamenn frá Háskóla Íslands, Landspítala og fleiri alþjóðlegum stofnunum hafa komist að tímamótaniðurstöðu um hvernig streptókokkabakterían veldur alheimsfaröldrum.

Niðurstöðurnar opna á þann möguleika að þróa ný lyf, forvarnir og greiningar gegn streptókokkasýkingum og faröldrum.

Í rúma öld hefur það verið þekkt að bakterían geti valdið heimsfaröldrum án þess að vita ástæðu þess.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni valda streptókokkar af flokki A rúmlega 600 milljón sýkingum í mönnum á ári. Flestir fá hálsbólgu en bakteríusýkingin getur leitt til gigtsóttar og ýmissa sýkinga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×