Áhyggjur af dagforeldrum sem komnir eru yfir sjötugt Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Talsmaður Félags dagforeldra segir að á bilinu fimm til tíu dagforeldrar í Reykjavík séu yfir sjötugu. fréttablaðið/Andri Marínó Engin lög hafa verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum menntamálaráðherra um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru einstaklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarksaldur dagforeldra. Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitthvað,“ segir hún. Guðný segir að reglugerðin um dagforeldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil tíu árum og það sé virkilega kominn tími á endurbætur á henni, meðal annars um starfsaldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði. „Það eru til reglur um að þú þurfir að vera orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru misjafnir og sumir geta verið eldhressir. En það aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir því sem við eldumst. Það er bara alveg eins og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuðborgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum. Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftirliti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“ segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshópsins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara sveitarfélaga séu ekki starfandi dagforeldrar og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæðingarorlof. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn lét gera könnun um skipulag og kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15 sveitarfélögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim 12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heimahúsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitarfélögum þar sem langflestir íbúar landsins eru búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félagsþjónustan um þennan málaflokk. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Engin lög hafa verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum menntamálaráðherra um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru einstaklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarksaldur dagforeldra. Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitthvað,“ segir hún. Guðný segir að reglugerðin um dagforeldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil tíu árum og það sé virkilega kominn tími á endurbætur á henni, meðal annars um starfsaldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði. „Það eru til reglur um að þú þurfir að vera orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru misjafnir og sumir geta verið eldhressir. En það aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir því sem við eldumst. Það er bara alveg eins og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuðborgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum. Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftirliti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“ segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshópsins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara sveitarfélaga séu ekki starfandi dagforeldrar og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæðingarorlof. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn lét gera könnun um skipulag og kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15 sveitarfélögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim 12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heimahúsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitarfélögum þar sem langflestir íbúar landsins eru búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félagsþjónustan um þennan málaflokk.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira