Áhyggjur af dagforeldrum sem komnir eru yfir sjötugt Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Talsmaður Félags dagforeldra segir að á bilinu fimm til tíu dagforeldrar í Reykjavík séu yfir sjötugu. fréttablaðið/Andri Marínó Engin lög hafa verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum menntamálaráðherra um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru einstaklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarksaldur dagforeldra. Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitthvað,“ segir hún. Guðný segir að reglugerðin um dagforeldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil tíu árum og það sé virkilega kominn tími á endurbætur á henni, meðal annars um starfsaldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði. „Það eru til reglur um að þú þurfir að vera orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru misjafnir og sumir geta verið eldhressir. En það aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir því sem við eldumst. Það er bara alveg eins og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuðborgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum. Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftirliti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“ segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshópsins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara sveitarfélaga séu ekki starfandi dagforeldrar og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæðingarorlof. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn lét gera könnun um skipulag og kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15 sveitarfélögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim 12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heimahúsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitarfélögum þar sem langflestir íbúar landsins eru búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félagsþjónustan um þennan málaflokk. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Engin lög hafa verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum menntamálaráðherra um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru einstaklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarksaldur dagforeldra. Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitthvað,“ segir hún. Guðný segir að reglugerðin um dagforeldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil tíu árum og það sé virkilega kominn tími á endurbætur á henni, meðal annars um starfsaldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði. „Það eru til reglur um að þú þurfir að vera orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru misjafnir og sumir geta verið eldhressir. En það aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir því sem við eldumst. Það er bara alveg eins og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuðborgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum. Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftirliti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“ segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshópsins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara sveitarfélaga séu ekki starfandi dagforeldrar og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæðingarorlof. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn lét gera könnun um skipulag og kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15 sveitarfélögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim 12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heimahúsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitarfélögum þar sem langflestir íbúar landsins eru búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félagsþjónustan um þennan málaflokk.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira