Náum ekki til erlendra ungmenna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Unglingar af erlendu bergi brotnir eru líklegri til að neyta vímuefna og meiri líkur eru á að þeir detti úr skóla. vísir/daníel Samfélagsmál „Þessar niðurstöður sýna að þau eiga í ákveðnum erfiðleikum með að fóta sig í íslensku samfélagi og ég spyr hvort við séum að ná til þeirra með viðunandi hætti,“ segir Rúnar Helgi Haraldsson, forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Fréttablaðið greindi í gær frá niðurstöðum Evrópsku vímuefnarannsóknarinnar, sem Háskólinn á Akureyri annast, þar sem fram kemur að unglingar foreldra af erlendum uppruna eru líklegri til að hafa neytt tóbaks, áfengis og kannabisefna en unglingar foreldra af íslenskum uppruna. Enn fremur eru unglingar erlendra foreldra líklegri til að vanmeta skaðsemi vímuefna. Rúnar segir þessar niðurstöður áhyggjuefni. „Erum við að gefa út til dæmis forvarnarbæklinga og aðrar upplýsingar á erlendum tungumálum? Erum við að ná inn í þessa jafningjahópa?“Rúnar Helgi HaraldssonHann segir að niðurstöðurnar endurspegli rannsóknir Fjölmenningarseturs þar sem fram kemur að ungmennum vegnar einnig illa í framhaldsskólakerfinu. „Við hjá Fjölmenningasetri gáfum út tölfræðiskýrslu síðastliðinn vetur þar sem verið er að kanna hvernig nemendur með erlent ríkisfang standa sig í framhaldsskólakerfinu. Og þetta tengist kannski óbeint rannsókninni frá Háskólanum á Akureyri.“ Í rannsókn Fjölmenningarseturs má meðal annars sjá að af þeim 358 sem innrituðust í framhaldsskóla árið 2009 útskrifuðust einungis 49 eftir fjögur ár og þrettán eftir sex ár. „Ég veit að námsráðgjafar, kennarar og stjórnendur inni í skólakerfinu eru að gera sitt besta til að tryggja hag þessara krakka en eitthvað veldur því að þeir falla í glufurnar. Við verðum að halda betur utan um þessa krakka frá upphafi til enda innan skólakerfisins.“ Rúnar segir rannsóknirnar tvær varpa upp mynd af slakri stöðu erlendra ungmenna. „Þetta sýnir mjög alvarlega stöðu ungmenna með erlent ríkisfang inni í framhaldsskólakerfinu og við verðum að passa okkur að skapa ekki með þessu svona pólaríserað samfélag og fólk af erlendum uppruna standi ekki hallandi fæti í menntakerfinu og á atvinnumarkaði. Þetta er spurning um að skoða allan pakkann og halda betur utan um þennan hóp frá upphafi til enda.“ Tengdar fréttir Unglingar erlendra foreldra líklegari til að neyta vímuefna Unglingar sem eiga foreldra af erlendum uppruna eru sagðir mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en aðrir jafnaldrar þeirra. 27. júlí 2015 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Samfélagsmál „Þessar niðurstöður sýna að þau eiga í ákveðnum erfiðleikum með að fóta sig í íslensku samfélagi og ég spyr hvort við séum að ná til þeirra með viðunandi hætti,“ segir Rúnar Helgi Haraldsson, forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Fréttablaðið greindi í gær frá niðurstöðum Evrópsku vímuefnarannsóknarinnar, sem Háskólinn á Akureyri annast, þar sem fram kemur að unglingar foreldra af erlendum uppruna eru líklegri til að hafa neytt tóbaks, áfengis og kannabisefna en unglingar foreldra af íslenskum uppruna. Enn fremur eru unglingar erlendra foreldra líklegri til að vanmeta skaðsemi vímuefna. Rúnar segir þessar niðurstöður áhyggjuefni. „Erum við að gefa út til dæmis forvarnarbæklinga og aðrar upplýsingar á erlendum tungumálum? Erum við að ná inn í þessa jafningjahópa?“Rúnar Helgi HaraldssonHann segir að niðurstöðurnar endurspegli rannsóknir Fjölmenningarseturs þar sem fram kemur að ungmennum vegnar einnig illa í framhaldsskólakerfinu. „Við hjá Fjölmenningasetri gáfum út tölfræðiskýrslu síðastliðinn vetur þar sem verið er að kanna hvernig nemendur með erlent ríkisfang standa sig í framhaldsskólakerfinu. Og þetta tengist kannski óbeint rannsókninni frá Háskólanum á Akureyri.“ Í rannsókn Fjölmenningarseturs má meðal annars sjá að af þeim 358 sem innrituðust í framhaldsskóla árið 2009 útskrifuðust einungis 49 eftir fjögur ár og þrettán eftir sex ár. „Ég veit að námsráðgjafar, kennarar og stjórnendur inni í skólakerfinu eru að gera sitt besta til að tryggja hag þessara krakka en eitthvað veldur því að þeir falla í glufurnar. Við verðum að halda betur utan um þessa krakka frá upphafi til enda innan skólakerfisins.“ Rúnar segir rannsóknirnar tvær varpa upp mynd af slakri stöðu erlendra ungmenna. „Þetta sýnir mjög alvarlega stöðu ungmenna með erlent ríkisfang inni í framhaldsskólakerfinu og við verðum að passa okkur að skapa ekki með þessu svona pólaríserað samfélag og fólk af erlendum uppruna standi ekki hallandi fæti í menntakerfinu og á atvinnumarkaði. Þetta er spurning um að skoða allan pakkann og halda betur utan um þennan hóp frá upphafi til enda.“
Tengdar fréttir Unglingar erlendra foreldra líklegari til að neyta vímuefna Unglingar sem eiga foreldra af erlendum uppruna eru sagðir mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en aðrir jafnaldrar þeirra. 27. júlí 2015 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Unglingar erlendra foreldra líklegari til að neyta vímuefna Unglingar sem eiga foreldra af erlendum uppruna eru sagðir mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en aðrir jafnaldrar þeirra. 27. júlí 2015 07:00