Helmings fækkun sakamála Ingvar Haraldsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Jón H. Snorrason Sakamálum sem koma til kasta héraðsdómstólanna hefur fækkað um helming milli áranna 2011 og 2014. Ný sakamál fyrir héraðsdómi voru 2.597 árið 2014 en 5.122 árið 2011. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðuna fyrir fækkun sakamála helst aukið eftirlit með síbrotamönnum. „Við höfum verið með mjög öflugar aðgerðir í gangi til að stemma stigu við að síbrotamenn geti haldið áfram óáreittir. Síbrotamenn fá miklu minna svigrúm en áður,“ segir hann. Jón telur mikinn árangur hafa náðst í baráttunni gegn síbrotamönnum síðustu sex ár. „Almennum hegningarlagabrotum hefur fækkað talsvert og í sumum flokkum um alveg upp í þrjátíu prósent.“ Aukið eftirlit sé með rofi síbrotamanna á reynslulausn. Þá sé síbrotagæslu beitt í auknum mæli þar sem reynt sé að hraða afgreiðslu í dómskerfinu þegar menn með langan sakaferil brjóta af sér. Jón segir brotastarfsemi á borð við viðskipti með ólöglegan varning, fjársvikamál og kynferðisafbrotamál hafa í auknum mæli færst á veraldarvefinn. Það geti átt þátt í að skýra hvers vegna sakamálum hafi fækkað, enda kalli slík brot á breytt verklag hjá lögreglu. „Lögreglan þarf að koma sér upp þekkingu og færni þar,“ segir Jón. Einnig geti frumkvæðismálum lögreglunnar hafa farið fækkandi í niðurskurði síðustu ára. Jón tekur þó fram að lögð sé áhersla á að sinna öllum málum sem koma inn á borð lögreglunnar. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að eðli og umfang dómsmála hafi breyst verulega frá hruni. „Við fórum að kljást við annars konar mál, bæði einkamál og sakamál. En eftir því sem lengra líður frá hruni eru menn búnir að útkljá ýmis álitaefni sem tengjast hruninu og málum hefur þá fækkað hlutfallslega í samhengi við það,“ segir Símon. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Sakamálum sem koma til kasta héraðsdómstólanna hefur fækkað um helming milli áranna 2011 og 2014. Ný sakamál fyrir héraðsdómi voru 2.597 árið 2014 en 5.122 árið 2011. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðuna fyrir fækkun sakamála helst aukið eftirlit með síbrotamönnum. „Við höfum verið með mjög öflugar aðgerðir í gangi til að stemma stigu við að síbrotamenn geti haldið áfram óáreittir. Síbrotamenn fá miklu minna svigrúm en áður,“ segir hann. Jón telur mikinn árangur hafa náðst í baráttunni gegn síbrotamönnum síðustu sex ár. „Almennum hegningarlagabrotum hefur fækkað talsvert og í sumum flokkum um alveg upp í þrjátíu prósent.“ Aukið eftirlit sé með rofi síbrotamanna á reynslulausn. Þá sé síbrotagæslu beitt í auknum mæli þar sem reynt sé að hraða afgreiðslu í dómskerfinu þegar menn með langan sakaferil brjóta af sér. Jón segir brotastarfsemi á borð við viðskipti með ólöglegan varning, fjársvikamál og kynferðisafbrotamál hafa í auknum mæli færst á veraldarvefinn. Það geti átt þátt í að skýra hvers vegna sakamálum hafi fækkað, enda kalli slík brot á breytt verklag hjá lögreglu. „Lögreglan þarf að koma sér upp þekkingu og færni þar,“ segir Jón. Einnig geti frumkvæðismálum lögreglunnar hafa farið fækkandi í niðurskurði síðustu ára. Jón tekur þó fram að lögð sé áhersla á að sinna öllum málum sem koma inn á borð lögreglunnar. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að eðli og umfang dómsmála hafi breyst verulega frá hruni. „Við fórum að kljást við annars konar mál, bæði einkamál og sakamál. En eftir því sem lengra líður frá hruni eru menn búnir að útkljá ýmis álitaefni sem tengjast hruninu og málum hefur þá fækkað hlutfallslega í samhengi við það,“ segir Símon.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira