Kassamerkið "litelimetime“ slær í gegn Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2015 11:00 Þökk sé vinsældum Lóu hefur kassamerkið "litelimetime“ slegið í gegn. fréttablaðið/valli Virkir Twitter-notendur hafa eflaust tekið eftir kassamerkinu „litelimetime“ en það var Lóa Björk Björnsdóttir sem kom því af stað. Kassamerkið snýst um sumarbjór frá Vífilfelli sem kom nýverið í sölu og vegna mikilla vinsælda á Twitter er hann nær uppseldur í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta sprakk svona. Þetta byrjaði allt saman þegar ég var í partíi og tók mynd af öllum vinum mínum með bjórinn og setti þær á Twitter. Nánustu vinirnir byrjuðu strax að taka undir sama kvöld. Svo fann vinur minn upp á kassamerkinu en ég held að það sé einn mikilvægasti hluturinn þegar eitthvað verður vinsælt á netinu í dag,“ segir Lóa. Eftir að kassamerkið fór á flug og alls konar fólk var byrjað að taka myndir af sér með bjórinn ákvað Lóa að prufa að hafa samband við Vífilfell. „Ég sendi á þau póst og sagði þeim frá þessu. Þau gáfu mér í kjölfarið 96 bjóra og voru spennt að fylgjast með þessu áfram. Þetta á fyrst og fremst að vera fyndið og skemmtilegt. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að fólk sé að taka þátt sé að það skilur þetta ekki alveg enda meikar þetta í raun engan sens.“ Íslenska Twitter-samfélagið er mjög lítið en virkt. „Ég er búin að vera á Twitter frá árinu 2011 og er komin með nokkra fylgjendur og mínir fylgjendur eru með fullt af sínum eigin fylgjendum. Ég veit samt ekki af hverju þetta sprakk svona upp en mér finnst það ótrúlega fyndið. Það er engin uppskrift að því að láta eitthvað slá í gegn á Twitter. Vinir mínir byrjuðu að taka þátt í þessu og ég tvíta reglulega um þetta. Þetta er að hafa einhver áhrif en ég var á LungA í seinustu viku og þá voru mjög margir með Lite Lime með sér og mér fannst það skemmtilegt.“#litelimetime Tweets Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Virkir Twitter-notendur hafa eflaust tekið eftir kassamerkinu „litelimetime“ en það var Lóa Björk Björnsdóttir sem kom því af stað. Kassamerkið snýst um sumarbjór frá Vífilfelli sem kom nýverið í sölu og vegna mikilla vinsælda á Twitter er hann nær uppseldur í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta sprakk svona. Þetta byrjaði allt saman þegar ég var í partíi og tók mynd af öllum vinum mínum með bjórinn og setti þær á Twitter. Nánustu vinirnir byrjuðu strax að taka undir sama kvöld. Svo fann vinur minn upp á kassamerkinu en ég held að það sé einn mikilvægasti hluturinn þegar eitthvað verður vinsælt á netinu í dag,“ segir Lóa. Eftir að kassamerkið fór á flug og alls konar fólk var byrjað að taka myndir af sér með bjórinn ákvað Lóa að prufa að hafa samband við Vífilfell. „Ég sendi á þau póst og sagði þeim frá þessu. Þau gáfu mér í kjölfarið 96 bjóra og voru spennt að fylgjast með þessu áfram. Þetta á fyrst og fremst að vera fyndið og skemmtilegt. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að fólk sé að taka þátt sé að það skilur þetta ekki alveg enda meikar þetta í raun engan sens.“ Íslenska Twitter-samfélagið er mjög lítið en virkt. „Ég er búin að vera á Twitter frá árinu 2011 og er komin með nokkra fylgjendur og mínir fylgjendur eru með fullt af sínum eigin fylgjendum. Ég veit samt ekki af hverju þetta sprakk svona upp en mér finnst það ótrúlega fyndið. Það er engin uppskrift að því að láta eitthvað slá í gegn á Twitter. Vinir mínir byrjuðu að taka þátt í þessu og ég tvíta reglulega um þetta. Þetta er að hafa einhver áhrif en ég var á LungA í seinustu viku og þá voru mjög margir með Lite Lime með sér og mér fannst það skemmtilegt.“#litelimetime Tweets
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira