Innlent

Minnihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hissa á samráðsleysi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ef af sameiningu verður færist starfsemi Iðnskólans í Hafnarfirði undir hatt Tækniskólans.
Ef af sameiningu verður færist starfsemi Iðnskólans í Hafnarfirði undir hatt Tækniskólans. vísir/gva
Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í Hafnarfirði lýstu í gær yfir furðu sinni og óánægju með fyrirhugaða sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Í bókun fulltrúanna, sem mynda minnihluta bæjarráðs, er kvartað yfir samráðsleysi ráðuneytis við bæjaryfirvöld.

Minnihlutinn segir sameininguna þvert á skýra afstöðu bæjarstjórnar og ítrekuð mótmæli gegn því að starfsemi Iðnskólans flytjist úr bænum.

Þá lýsir minnihlutinn einnig yfir óánægju með að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins tilnefni fulltrúa í starfshóp ráðherra sem starfar að sameiningu skólanna.

„Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks harma þær dylgjur sem minnihlutinn setur fram í bókun sinni,“ segir í bókun meirihlutans, sem segist ætla að beita sér fyrir öflugu iðnnámi í Hafnarfirði. 


Tengdar fréttir

Efast um lögmæti ákvörðunar ráðherra

Fulltrúar bæjarráðs Hafnarfjarðar efast um lögmæti ákvörðunar Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að sameina Tækniskólann – skóla atvinnulífsins og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Hófu umræðu um sameiningu skóla

Fyrrverandi menntamálaráðherra segir samráð skorta og að umræða um sameiningu skóla sé stefnubreyting í menntamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×