Steig óvænt á svið með Wu-Tang Clan Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júní 2015 09:30 Alex Birgisson var alsæll yfir að hitta meðlimi Wu-Tang Clan. Hér er hann með rapparanum Ghostface Killah. „Þetta var ótrúlega gaman og stendur klárlega upp úr hjá mér,“ segir hinn tólf ára gamli Alex Birgisson sem fékk að stíga á svið með rapphljómsveitinni Wu-Tang Clan á sunnudagskvöldið. Athygli vakti þegar rappsveitin bauð nokkrum krökkum að koma upp á svið og dansa með þeim og hafa gaman uppi á sviði. Alex var fyrsti krakkinn sem fékk að fara upp á svið, ásamt vini sínum Nóa Snævari Hallgrímssyni, en liðsmenn rappsveitarinnar voru duglegir að bjóða krökkum upp á svið á tónleikum sínum en um tíu krakkar voru á sviðinu þegar flest var. Þegar Alex fékk afmælisgjöfina sína, sem var miði á hátíðina, grunaði hann ekki að hann myndi stíga á svið með rappsveitinni en það er þó ekki allt. „Ég fékk þrisvar sinnum að fara upp á svið á hátíðinni. Fyrst fékk ég að fara upp á svið með rapparanum GKR en var samt ekkert lengi uppi á sviði. Svo fékk ég líka að fara upp á svið með Shades of Reykjavík en Wu-Tang Clan stendur að sjálfsögðu upp úr. Ég hafði enga hugmynd um þetta þegar ég mætti á svæðið,“ segir Alex glaður í bragði.Hljómsveitin Wu-Tang Clan skemmti gestum hátíðarinnar með glæsibrag á sunnudagskvöldið og stóð sig með miklum sóma.vísir/Andri MarinóHann var staddur fremst í áhorfendaskaranum á tónleikum Wu-Tang Clan og brá heldur betur í brún þegar að einn meðlimur sveitarinnar náði augnsambandi við hann. „Við Nói vorum að syngja með og svo allt í einu var ég bara „ó mæ gad“, hann horfði í augun á mér. Hann benti svo með hendinni eins og ég ætti koma upp á svið og hvíslaði að öryggisverðinum að ég ætti koma upp. Svo kom öryggisvörðurinn og hélt á okkur upp á svið,“ útskýrir Alex. Þeir félagar fóru upp á svið þegar sveitin var að leika sitt þriðja lag og fengu að vera þar nánast alla tónleikana. „Þegar það voru tvö lög eftir vorum við beðnir um að fara af sviðinu og okkur boðið að fara baksviðs. Við vorum þar þangað til þeir kláruðu og fengum þá að taka myndir af okkur með þeim.“Alex og hinir krakkarnir voru himinlifandi yfir því að fá að hitta stjörnurnar.Alex er mikill rappunnandi og kann texta sveitarinnar vel. „Ég kann alveg mikið af textum með þeim. Ég var kannski enginn rosalegur aðdáandi fyrir tónleikana en þetta eru lög sem maður hefur heyrt mjög lengi. Ég er mun meiri Wu-Tang Clan-aðdáandi í dag.“ Alex fékk á dögunum dj-sett frá föður sínum í afmælisgjöf og er að reyna að hefja sinn eigin rappferil. „Mig langar mikið að byrja að rappa og sérstaklega eftir svona upplifun,“ bætir Alex við en hans uppáhaldsrappari er Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson.Alex og krakkarnir fengu að upplifa þetta flotta útsýni af sviðinu. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
„Þetta var ótrúlega gaman og stendur klárlega upp úr hjá mér,“ segir hinn tólf ára gamli Alex Birgisson sem fékk að stíga á svið með rapphljómsveitinni Wu-Tang Clan á sunnudagskvöldið. Athygli vakti þegar rappsveitin bauð nokkrum krökkum að koma upp á svið og dansa með þeim og hafa gaman uppi á sviði. Alex var fyrsti krakkinn sem fékk að fara upp á svið, ásamt vini sínum Nóa Snævari Hallgrímssyni, en liðsmenn rappsveitarinnar voru duglegir að bjóða krökkum upp á svið á tónleikum sínum en um tíu krakkar voru á sviðinu þegar flest var. Þegar Alex fékk afmælisgjöfina sína, sem var miði á hátíðina, grunaði hann ekki að hann myndi stíga á svið með rappsveitinni en það er þó ekki allt. „Ég fékk þrisvar sinnum að fara upp á svið á hátíðinni. Fyrst fékk ég að fara upp á svið með rapparanum GKR en var samt ekkert lengi uppi á sviði. Svo fékk ég líka að fara upp á svið með Shades of Reykjavík en Wu-Tang Clan stendur að sjálfsögðu upp úr. Ég hafði enga hugmynd um þetta þegar ég mætti á svæðið,“ segir Alex glaður í bragði.Hljómsveitin Wu-Tang Clan skemmti gestum hátíðarinnar með glæsibrag á sunnudagskvöldið og stóð sig með miklum sóma.vísir/Andri MarinóHann var staddur fremst í áhorfendaskaranum á tónleikum Wu-Tang Clan og brá heldur betur í brún þegar að einn meðlimur sveitarinnar náði augnsambandi við hann. „Við Nói vorum að syngja með og svo allt í einu var ég bara „ó mæ gad“, hann horfði í augun á mér. Hann benti svo með hendinni eins og ég ætti koma upp á svið og hvíslaði að öryggisverðinum að ég ætti koma upp. Svo kom öryggisvörðurinn og hélt á okkur upp á svið,“ útskýrir Alex. Þeir félagar fóru upp á svið þegar sveitin var að leika sitt þriðja lag og fengu að vera þar nánast alla tónleikana. „Þegar það voru tvö lög eftir vorum við beðnir um að fara af sviðinu og okkur boðið að fara baksviðs. Við vorum þar þangað til þeir kláruðu og fengum þá að taka myndir af okkur með þeim.“Alex og hinir krakkarnir voru himinlifandi yfir því að fá að hitta stjörnurnar.Alex er mikill rappunnandi og kann texta sveitarinnar vel. „Ég kann alveg mikið af textum með þeim. Ég var kannski enginn rosalegur aðdáandi fyrir tónleikana en þetta eru lög sem maður hefur heyrt mjög lengi. Ég er mun meiri Wu-Tang Clan-aðdáandi í dag.“ Alex fékk á dögunum dj-sett frá föður sínum í afmælisgjöf og er að reyna að hefja sinn eigin rappferil. „Mig langar mikið að byrja að rappa og sérstaklega eftir svona upplifun,“ bætir Alex við en hans uppáhaldsrappari er Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson.Alex og krakkarnir fengu að upplifa þetta flotta útsýni af sviðinu.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira