Vill arð af orkuauðlindinni í varasjóð svavar hávarðsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, slógu á létta strengi á fundinum. Jóhannes Nordal, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar, sat fundinn og var hylltur fyrir framlag sitt til fyrirtækisins sem stofnað var fyrir 50 árum. fréttablaðið/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði á ársfundi Landsvirkjunar í gær vilja sinn til þess að stofnaður verði orkuauðlindasjóður – varasjóður þjóðarinnar sem hugsaður yrði til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.“ Bjarni tengdi hugmyndina beint við þá staðreynd að Landsvirkjun telur fyrirsjáanlegt innan fárra ára að arðgreiðslur fyrirtækisins tí- eða jafnvel tuttugufaldist á við það sem fyrirtækið skilaði eiganda sínum í arð eftir síðasta ár – eða 1,5 milljörðum króna. Eftir fundinn skýrði Bjarni frekar hugmynd sína um að RARIK og Orkubú Vestfjarða féllu inn í þessa mynd enda arðgreiðslugeta þar fyrir hendi eins og hjá Landsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tíundaði á fundinum þá möguleika sem greina má við sjónarrönd en hann talaði á eftir Bjarna. Hann tók vel í hugmynd fjármálaráðherra um sjóðinn og taldi eðlilegt að gera slíkt strax, þrátt fyrir að læra megi af reynslu Norðmanna sem greiddu ekki krónu inn á sinn vel þekkta olíusjóð sjö fyrstu árin eftir að hann var stofnaður. Bjarni sagði að með því að leggja arðgreiðslur Landsvirkjunar inn í sérstakan sjóð væri kominn vísir að sérstökum stöðugleikasjóði, varasjóði sem gripið yrði til ef jafna þyrfti út djúpar sveiflur í hagkerfinu. Um mikið þolinmæðisverk væri að ræða en tímabært að taka slíka ákvörðun í breiðri sátt. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni en bætti við að slík verkefni yrði að afmarka með skýrum hætti, bæði með tilliti til umfangs og tíma. „Meginhugsunin með slíkum sjóði væri sú, eins og áður segir, að byggja upp myndarlegan höfuðstól, varasjóð okkar, og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins enn frekar. Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Bjarni sagði að jafnan yrði aðeins hluti ávöxtunar sjóðsins til ráðstöfunar til þjóðþrifaverka; fjárfestingar í innviðum, rannsókna, þróun og menntun. Þá myndi sjóður sem fjárfestir erlendis styðja við gengi krónunnar. Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði á ársfundi Landsvirkjunar í gær vilja sinn til þess að stofnaður verði orkuauðlindasjóður – varasjóður þjóðarinnar sem hugsaður yrði til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.“ Bjarni tengdi hugmyndina beint við þá staðreynd að Landsvirkjun telur fyrirsjáanlegt innan fárra ára að arðgreiðslur fyrirtækisins tí- eða jafnvel tuttugufaldist á við það sem fyrirtækið skilaði eiganda sínum í arð eftir síðasta ár – eða 1,5 milljörðum króna. Eftir fundinn skýrði Bjarni frekar hugmynd sína um að RARIK og Orkubú Vestfjarða féllu inn í þessa mynd enda arðgreiðslugeta þar fyrir hendi eins og hjá Landsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tíundaði á fundinum þá möguleika sem greina má við sjónarrönd en hann talaði á eftir Bjarna. Hann tók vel í hugmynd fjármálaráðherra um sjóðinn og taldi eðlilegt að gera slíkt strax, þrátt fyrir að læra megi af reynslu Norðmanna sem greiddu ekki krónu inn á sinn vel þekkta olíusjóð sjö fyrstu árin eftir að hann var stofnaður. Bjarni sagði að með því að leggja arðgreiðslur Landsvirkjunar inn í sérstakan sjóð væri kominn vísir að sérstökum stöðugleikasjóði, varasjóði sem gripið yrði til ef jafna þyrfti út djúpar sveiflur í hagkerfinu. Um mikið þolinmæðisverk væri að ræða en tímabært að taka slíka ákvörðun í breiðri sátt. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni en bætti við að slík verkefni yrði að afmarka með skýrum hætti, bæði með tilliti til umfangs og tíma. „Meginhugsunin með slíkum sjóði væri sú, eins og áður segir, að byggja upp myndarlegan höfuðstól, varasjóð okkar, og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins enn frekar. Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Bjarni sagði að jafnan yrði aðeins hluti ávöxtunar sjóðsins til ráðstöfunar til þjóðþrifaverka; fjárfestingar í innviðum, rannsókna, þróun og menntun. Þá myndi sjóður sem fjárfestir erlendis styðja við gengi krónunnar.
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira