Vill arð af orkuauðlindinni í varasjóð svavar hávarðsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, slógu á létta strengi á fundinum. Jóhannes Nordal, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar, sat fundinn og var hylltur fyrir framlag sitt til fyrirtækisins sem stofnað var fyrir 50 árum. fréttablaðið/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði á ársfundi Landsvirkjunar í gær vilja sinn til þess að stofnaður verði orkuauðlindasjóður – varasjóður þjóðarinnar sem hugsaður yrði til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.“ Bjarni tengdi hugmyndina beint við þá staðreynd að Landsvirkjun telur fyrirsjáanlegt innan fárra ára að arðgreiðslur fyrirtækisins tí- eða jafnvel tuttugufaldist á við það sem fyrirtækið skilaði eiganda sínum í arð eftir síðasta ár – eða 1,5 milljörðum króna. Eftir fundinn skýrði Bjarni frekar hugmynd sína um að RARIK og Orkubú Vestfjarða féllu inn í þessa mynd enda arðgreiðslugeta þar fyrir hendi eins og hjá Landsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tíundaði á fundinum þá möguleika sem greina má við sjónarrönd en hann talaði á eftir Bjarna. Hann tók vel í hugmynd fjármálaráðherra um sjóðinn og taldi eðlilegt að gera slíkt strax, þrátt fyrir að læra megi af reynslu Norðmanna sem greiddu ekki krónu inn á sinn vel þekkta olíusjóð sjö fyrstu árin eftir að hann var stofnaður. Bjarni sagði að með því að leggja arðgreiðslur Landsvirkjunar inn í sérstakan sjóð væri kominn vísir að sérstökum stöðugleikasjóði, varasjóði sem gripið yrði til ef jafna þyrfti út djúpar sveiflur í hagkerfinu. Um mikið þolinmæðisverk væri að ræða en tímabært að taka slíka ákvörðun í breiðri sátt. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni en bætti við að slík verkefni yrði að afmarka með skýrum hætti, bæði með tilliti til umfangs og tíma. „Meginhugsunin með slíkum sjóði væri sú, eins og áður segir, að byggja upp myndarlegan höfuðstól, varasjóð okkar, og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins enn frekar. Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Bjarni sagði að jafnan yrði aðeins hluti ávöxtunar sjóðsins til ráðstöfunar til þjóðþrifaverka; fjárfestingar í innviðum, rannsókna, þróun og menntun. Þá myndi sjóður sem fjárfestir erlendis styðja við gengi krónunnar. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði á ársfundi Landsvirkjunar í gær vilja sinn til þess að stofnaður verði orkuauðlindasjóður – varasjóður þjóðarinnar sem hugsaður yrði til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.“ Bjarni tengdi hugmyndina beint við þá staðreynd að Landsvirkjun telur fyrirsjáanlegt innan fárra ára að arðgreiðslur fyrirtækisins tí- eða jafnvel tuttugufaldist á við það sem fyrirtækið skilaði eiganda sínum í arð eftir síðasta ár – eða 1,5 milljörðum króna. Eftir fundinn skýrði Bjarni frekar hugmynd sína um að RARIK og Orkubú Vestfjarða féllu inn í þessa mynd enda arðgreiðslugeta þar fyrir hendi eins og hjá Landsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tíundaði á fundinum þá möguleika sem greina má við sjónarrönd en hann talaði á eftir Bjarna. Hann tók vel í hugmynd fjármálaráðherra um sjóðinn og taldi eðlilegt að gera slíkt strax, þrátt fyrir að læra megi af reynslu Norðmanna sem greiddu ekki krónu inn á sinn vel þekkta olíusjóð sjö fyrstu árin eftir að hann var stofnaður. Bjarni sagði að með því að leggja arðgreiðslur Landsvirkjunar inn í sérstakan sjóð væri kominn vísir að sérstökum stöðugleikasjóði, varasjóði sem gripið yrði til ef jafna þyrfti út djúpar sveiflur í hagkerfinu. Um mikið þolinmæðisverk væri að ræða en tímabært að taka slíka ákvörðun í breiðri sátt. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni en bætti við að slík verkefni yrði að afmarka með skýrum hætti, bæði með tilliti til umfangs og tíma. „Meginhugsunin með slíkum sjóði væri sú, eins og áður segir, að byggja upp myndarlegan höfuðstól, varasjóð okkar, og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins enn frekar. Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Bjarni sagði að jafnan yrði aðeins hluti ávöxtunar sjóðsins til ráðstöfunar til þjóðþrifaverka; fjárfestingar í innviðum, rannsókna, þróun og menntun. Þá myndi sjóður sem fjárfestir erlendis styðja við gengi krónunnar.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira