Shawarma-stríð: Veitingamenn slást í miðbæ Reykjavíkur Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. apríl 2015 11:30 Eigandi Ali Baba ætlar að leggja fram kæru á hendur fimm mönnum, meðal annars eiganda Mandy sem er veitingastaður við hliðina á Ali Baba. Fréttablaðið/Stefán Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira