Shawarma-stríð: Veitingamenn slást í miðbæ Reykjavíkur Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. apríl 2015 11:30 Eigandi Ali Baba ætlar að leggja fram kæru á hendur fimm mönnum, meðal annars eiganda Mandy sem er veitingastaður við hliðina á Ali Baba. Fréttablaðið/Stefán Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira