Páll Óskar heldur upp á miðlungsafmæli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2015 10:00 Afmælisbarnið Páll Óskar vísir/gva „Loksins náðist að opna sýninguna,“ segir Páll Óskar, en í gær var opnuð sýning hans í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Upphaflega stóð til að opna hana á laugardaginn en sökum veðurs var ákveðið að bíða með opnunina. Sýningin er nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla en henni er skipt niður eftir tímabilum. Þar má berja augum búninga sem hann hefur klæðst á ferlinum, úrklippur úr gömlum dagblöðum, teikningar, dagatöl og að ógleymdum Nokia 6110-símanum sem hann átti lengur en góðu hófi gegndi. Í dag, á afmælisdaginn sjálfan, hefur Palli hins vegar í hyggju að bjóða nánasta skyldfólki sínu í mat heim til sín. „Og það er sko ekkert grín,“ segir afmælisbarnið. Páll er yngstur sjö systkina og þegar búið er að bjóða systkinum, mökum þeirra og afkomendum auk viðhengja og barna þeirra, telur hópurinn alls 33. „Ég nýt þeirrar blessunar að Ásdís, elsta systir mín, starfar sem kokkur og hún ætlar að elda lambapottrétt ofan í liðið í einhverjum tröllapotti. Það fellur síðan í minn hlut að búa til forláta kartöflustöppu í meðlæti,“ segir Páll. „Okkur hlýtur að takast það að koma öllum fyrir í íbúðinni minni.“ Spurður hvort hann sé mikið afmælisbarn, samanber það að vera jólabarn, segir Páll að yfirleitt láti hann sér nægja að bjóða sínum allra nánustu vinum í mat, spjall og spil. „En þar sem þetta er nú svona miðlungsafmæli þá er allt í lagi að bjóða stórfjölskyldunni.“ Fyrir fimm árum hélt Palli upp á eftirminnilegasta afmælið sitt, en þá varð hann fertugur. Herlegheitin fóru fram á Nasa og Hemmi Gunn var veislustjóri. Meðal þeirra sem komu fram voru Baggalútsmenn, Brynhildur Björnsdóttir leikkona hélt ræðu og kvöldinu var svo slúttað með heljarinnar dansleik þar sem Palli sá um tónlistina. „Þetta tókst frábærlega upp þá. Það komu um sjö hundruð manns sem var allt frábært fólk sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir Páll, en bætir við að það sé ekki hægt að hafa slíka veislu í hvert einasta skipti. Sýning Páls verður áfram opin í Hljómahöllinni og áhugasamir geta sótt sér plötur hans inn á palloskar.is. Tengdar fréttir Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson opnar sýningu í Rokksafninu í Hljómahöllinni Reykjanesbæ 30. janúar 2015 08:00 Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. 2. desember 2014 18:25 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
„Loksins náðist að opna sýninguna,“ segir Páll Óskar, en í gær var opnuð sýning hans í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Upphaflega stóð til að opna hana á laugardaginn en sökum veðurs var ákveðið að bíða með opnunina. Sýningin er nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla en henni er skipt niður eftir tímabilum. Þar má berja augum búninga sem hann hefur klæðst á ferlinum, úrklippur úr gömlum dagblöðum, teikningar, dagatöl og að ógleymdum Nokia 6110-símanum sem hann átti lengur en góðu hófi gegndi. Í dag, á afmælisdaginn sjálfan, hefur Palli hins vegar í hyggju að bjóða nánasta skyldfólki sínu í mat heim til sín. „Og það er sko ekkert grín,“ segir afmælisbarnið. Páll er yngstur sjö systkina og þegar búið er að bjóða systkinum, mökum þeirra og afkomendum auk viðhengja og barna þeirra, telur hópurinn alls 33. „Ég nýt þeirrar blessunar að Ásdís, elsta systir mín, starfar sem kokkur og hún ætlar að elda lambapottrétt ofan í liðið í einhverjum tröllapotti. Það fellur síðan í minn hlut að búa til forláta kartöflustöppu í meðlæti,“ segir Páll. „Okkur hlýtur að takast það að koma öllum fyrir í íbúðinni minni.“ Spurður hvort hann sé mikið afmælisbarn, samanber það að vera jólabarn, segir Páll að yfirleitt láti hann sér nægja að bjóða sínum allra nánustu vinum í mat, spjall og spil. „En þar sem þetta er nú svona miðlungsafmæli þá er allt í lagi að bjóða stórfjölskyldunni.“ Fyrir fimm árum hélt Palli upp á eftirminnilegasta afmælið sitt, en þá varð hann fertugur. Herlegheitin fóru fram á Nasa og Hemmi Gunn var veislustjóri. Meðal þeirra sem komu fram voru Baggalútsmenn, Brynhildur Björnsdóttir leikkona hélt ræðu og kvöldinu var svo slúttað með heljarinnar dansleik þar sem Palli sá um tónlistina. „Þetta tókst frábærlega upp þá. Það komu um sjö hundruð manns sem var allt frábært fólk sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir Páll, en bætir við að það sé ekki hægt að hafa slíka veislu í hvert einasta skipti. Sýning Páls verður áfram opin í Hljómahöllinni og áhugasamir geta sótt sér plötur hans inn á palloskar.is.
Tengdar fréttir Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson opnar sýningu í Rokksafninu í Hljómahöllinni Reykjanesbæ 30. janúar 2015 08:00 Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. 2. desember 2014 18:25 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson opnar sýningu í Rokksafninu í Hljómahöllinni Reykjanesbæ 30. janúar 2015 08:00
Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. 2. desember 2014 18:25