Magabeltið sem á að minnka mittismálið Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 11. mars 2015 08:00 Kim Kardashian með waist trainer. Fyrirbærið mittisþjálfi eða Waist trainer er nýjasta æðið í líkamsræktarheiminum úti í heimi. Um er að ræða mittisbelti sem minnir á korsilett og er fest saman með krækjum að framan. Samkvæmt leiðbeiningum á að nota beltið í tvo tíma á dag til að byrja með og lengja svo tímann eftir því hvað líkaminn þolir. Dæmi eru þó um að stúlkur hafi verið með beltið samfleytt í 23 tíma og þá sofið með það. Einnig á að vera gott að nota beltið á æfingu til að veita stuðning við bak. Ekki er mælt með því að nota beltið ef viðkomandi stundar ekki líkamsrækt. Skiptar skoðanir eru á tilgangi beltisins, hvort hann sé að veita stuðning við bak eða hjálpa til við að ná réttri líkamsstöðu. En eins og nafnið gefur til kynna þá á beltið með tímanum að minnka mittismál og gefa svokallaðan stundaglasvöxt með því að slaka á oblique-vöðvum eða hliðarkviðvöðvum. Svo er hægt að þrengja beltið eftir því sem mittið minnkar. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian setti mynd af sér í haust inn á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hún lofaði Waist trainer í hástert og sagði það notkun hans að þakka að hún væri með grennra mitti núna. Alexandra Sif Nikulásdóttir.„Það er mikið verið að spyrja okkur um þetta, hvort þetta virki,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir fjarþjálfari hjá Betri árangri og fitness-keppandi. „Við erum öll ólík og ég tel að mjótt mitti komi fyrst og fremst frá náttúrunnar hendi. Auðvitað er alltaf gott að hafa stuðning við bakið á æfingum, en til þess eru til öðruvísi belti, sem þú ert ekki með alla æfinguna. Að mínu mati er þetta kannski fullmikið til að nota á heilli æfingu. Þú lítur út fyrir að vera með grennra mitti þegar þú ert með þetta á þér, en ég mæli heldur með að hreinsa til í mataræðinu og æfa samhliða því heldur en að treysta á þetta.“Margrét Gnarr.Vísir„Ég prófaði þetta sjálf í þrjár vikur og notaði á æfingum. Ég var ekki að þrengja þetta þannig,“ segir Margrét Gnarr, fitness-keppandi og fjarþjálfari. „Það sem þetta á að gera er að slaka á hliðarkviðvöðvunum, þannig að þú sért ekki að nota þá, og þess vegna prófaði ég þetta. Þetta hentaði mér ekki því mér fannst þetta hafa vond áhrif á jafnvægið hjá mér, sem hliðarvöðvarnir hjálpa til með,“ segir Margrét sem hætti notkun eftir þessar þrjár vikur. Hún segist hafa heyrt sögur af því að stelpur hér heima hafi verið að þrengja beltið mikið í þeim tilgangi að minnka mittið enn meira. „Ég held að það sé ekki sniðugt að þrengja þetta mikið, það getur haft áhrif á líffæri og rifbein.“ Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
Fyrirbærið mittisþjálfi eða Waist trainer er nýjasta æðið í líkamsræktarheiminum úti í heimi. Um er að ræða mittisbelti sem minnir á korsilett og er fest saman með krækjum að framan. Samkvæmt leiðbeiningum á að nota beltið í tvo tíma á dag til að byrja með og lengja svo tímann eftir því hvað líkaminn þolir. Dæmi eru þó um að stúlkur hafi verið með beltið samfleytt í 23 tíma og þá sofið með það. Einnig á að vera gott að nota beltið á æfingu til að veita stuðning við bak. Ekki er mælt með því að nota beltið ef viðkomandi stundar ekki líkamsrækt. Skiptar skoðanir eru á tilgangi beltisins, hvort hann sé að veita stuðning við bak eða hjálpa til við að ná réttri líkamsstöðu. En eins og nafnið gefur til kynna þá á beltið með tímanum að minnka mittismál og gefa svokallaðan stundaglasvöxt með því að slaka á oblique-vöðvum eða hliðarkviðvöðvum. Svo er hægt að þrengja beltið eftir því sem mittið minnkar. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian setti mynd af sér í haust inn á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hún lofaði Waist trainer í hástert og sagði það notkun hans að þakka að hún væri með grennra mitti núna. Alexandra Sif Nikulásdóttir.„Það er mikið verið að spyrja okkur um þetta, hvort þetta virki,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir fjarþjálfari hjá Betri árangri og fitness-keppandi. „Við erum öll ólík og ég tel að mjótt mitti komi fyrst og fremst frá náttúrunnar hendi. Auðvitað er alltaf gott að hafa stuðning við bakið á æfingum, en til þess eru til öðruvísi belti, sem þú ert ekki með alla æfinguna. Að mínu mati er þetta kannski fullmikið til að nota á heilli æfingu. Þú lítur út fyrir að vera með grennra mitti þegar þú ert með þetta á þér, en ég mæli heldur með að hreinsa til í mataræðinu og æfa samhliða því heldur en að treysta á þetta.“Margrét Gnarr.Vísir„Ég prófaði þetta sjálf í þrjár vikur og notaði á æfingum. Ég var ekki að þrengja þetta þannig,“ segir Margrét Gnarr, fitness-keppandi og fjarþjálfari. „Það sem þetta á að gera er að slaka á hliðarkviðvöðvunum, þannig að þú sért ekki að nota þá, og þess vegna prófaði ég þetta. Þetta hentaði mér ekki því mér fannst þetta hafa vond áhrif á jafnvægið hjá mér, sem hliðarvöðvarnir hjálpa til með,“ segir Margrét sem hætti notkun eftir þessar þrjár vikur. Hún segist hafa heyrt sögur af því að stelpur hér heima hafi verið að þrengja beltið mikið í þeim tilgangi að minnka mittið enn meira. „Ég held að það sé ekki sniðugt að þrengja þetta mikið, það getur haft áhrif á líffæri og rifbein.“
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira