Leyndarmál Tempó-peysanna afhjúpað Guðrún Ansnes skrifar 9. mars 2015 10:30 Toggi Tempó og Margrét með peysuna góðu á milli sín, sem ber aldurinn býsna vel. Vísir/Stefán „Mamma fékk hana þegar hún var fimmtán ára og strákarnir í Tempó upp á sitt besta,“ segir Margrét Auður Jóhannesdóttir, en nýlega kom einkennispeysa hljómsveitarinnar Tempó í leitirnar eftir dágóðan tíma í dvala. Hljómsveitin Tempó var ein vinsælasta hljómsveit landsins á sjöunda áratug síðustu aldar og voru meðlimir sveitarinnar þekktir fyrir peysurnar sem þeir tróðu upp í. Árný Elsa í peysunni sinni fyrir tæpum fimmtíu árum, en hún fékk hana senda frá pabba sínum eftir þó nokkurt suð.Mynd/einkasafnOg urðu peysurnar mjög vinsælar á meðal unglingsstúlkna, sem héldu upp á sveitina. „Móðir mín, Árný Elsa Þórðardóttir, var mikill aðdáandi bandsins. Hún fékk þessa peysu senda til sín í Heyrnleysingjaskólann fyrir um fimmtíu árum. Hún fór ekki úr peysunni allan þann vetur og rúmlega það,“ segir Margrét og hlær. Þó svo Árný Elsa sé heyrnarlaus kom það ekki í veg fyrir að hún héldi mikið upp á hljómsveitina. „Hún fór á böllin, upplifði stemninguna, fann taktinn og var skotin í Þorgeiri,“ skýtur Margrét að.Leyndardómurinn afhjúpaður Þorgeir Ástvaldsson, eða Toggi Tempó eins og hann er gjarnan kallaður, er einn fimm meðlima hljómsveitarinnar. Segist hann hafa setið sem steinrunninn þegar símtalið frá Margréti barst. „Þetta er gamalt hernaðarleyndarmál skólahljómsveitar sem varð heimsfræg á Íslandi á einni nóttu eftir að hafa spilað með Kinks,“ segir hann. „Upphaf þessarar Tempópeysutísku má rekja til þess að við strákarnir úr Langholtsskóla vorum á leið á svið og gátum ekki hugsað okkur annað en að vera töff í tauinu. Þarna var rokkið að ryðja sér til rúms svo hefðbundinn klæðnaður var ekki inni í myndinni,“ segir Þorgeir og bætir við: „Við gengum fram á peysurnar í kvenfatabúð sem seldi blússur og efni, keyptum þær á okkur alla fimm. Sögðum ekki sálu frá og fengum starfsfólkið með í þagnarbindindið,“ segir Þorgeir kíminn.Barnið vex en brókin ekki. Togga Tempó þótti ekki leiðinlegt að endurnýja kynnin við einkennisbúninginn sem hann klæddist fyrir um fimmtíu árum, þá fjórtán ára rokkari. Vísir/Stefán Peysurnar urðu gríðarlega vinsælar meðal unga fólksins og seldust eins og heitar lummur. En þeir þrættu ávallt fyrir að hafa verslað við téða kvenfatabúð. „Við sögðumst hafa fengið þetta sent frá Bretlandi,“ útskýrir Þorgeir. Komið fyrir á Rokksafninu Peysurnar hafa horfið með tímanum svo stórtíðindum sætir þegar svona gripir poppa upp. Margrét Auður ætlar því að koma peysunni fyrir á Rokksafni Íslands í næstu viku til að halda minningunni á lofti. Þorgeir er að vonum gríðarlega ánægður með framtakið „Þetta er partur af merkilegri menningarsögu, þegar allt var að breytast hérna heima. Nýbylgja Bítlanna í blússandi gangi, frelsið að aukast og rokkið að ryðja sér til rúms,“ bætir Þorgeir alsæll við í lokin. Stofnuð árið 1962Sem fyrr segir var hljómsveitin Tempó ein vinsælasta hljómsveit landsins. Hún var stofnuð árið 1962. Mikið var fjallað um Tempó í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma. Hér má til dæmis sjá umfjöllun um sveitina úr Æskunni, árið 1966:„Hljómsveitin TEMPÓ starfaði ekki síðastliðinn vetur, þar sem þeir félagar voru allir í skólum og stunduðu nám sitt samvizkusamlega, en í júní sl. hófu þeir að leika á ný og hafa í sumar farið víða um land, og alls staðar hafa þeir hlotið mikið lof fyrir leik sinn og framkomu. Hljómsveitin Tempo var stofnuð fyrir fjórum árum, en þá voru þeir félagarnir allir í barnaskóla og léku þá mest á skóladansleikjum. Hljómlist þá, er þeir félagar leika nú, kalla þeir pop-músík eða beat-músík. Piltarnir úr Tempo eru ákaflega kurteisir og skemmtilegir, skýrir eitt Reykjavíkurblaðanna frá nýlega, og bætir því við, að þeir séu algjörir bindindismenn, og hegðun unglinga og gáfnafar fari ekki eftir því, hvort þeir hafi sítt hár eða stutt.“Hér má einnig sjá upptöku af þeim félögum frá árinu 1993, þegar þeir komu fram í spjallþætti Hemma Gunn. Þá voru þeir með peysurnar frægu á bakinu. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
„Mamma fékk hana þegar hún var fimmtán ára og strákarnir í Tempó upp á sitt besta,“ segir Margrét Auður Jóhannesdóttir, en nýlega kom einkennispeysa hljómsveitarinnar Tempó í leitirnar eftir dágóðan tíma í dvala. Hljómsveitin Tempó var ein vinsælasta hljómsveit landsins á sjöunda áratug síðustu aldar og voru meðlimir sveitarinnar þekktir fyrir peysurnar sem þeir tróðu upp í. Árný Elsa í peysunni sinni fyrir tæpum fimmtíu árum, en hún fékk hana senda frá pabba sínum eftir þó nokkurt suð.Mynd/einkasafnOg urðu peysurnar mjög vinsælar á meðal unglingsstúlkna, sem héldu upp á sveitina. „Móðir mín, Árný Elsa Þórðardóttir, var mikill aðdáandi bandsins. Hún fékk þessa peysu senda til sín í Heyrnleysingjaskólann fyrir um fimmtíu árum. Hún fór ekki úr peysunni allan þann vetur og rúmlega það,“ segir Margrét og hlær. Þó svo Árný Elsa sé heyrnarlaus kom það ekki í veg fyrir að hún héldi mikið upp á hljómsveitina. „Hún fór á böllin, upplifði stemninguna, fann taktinn og var skotin í Þorgeiri,“ skýtur Margrét að.Leyndardómurinn afhjúpaður Þorgeir Ástvaldsson, eða Toggi Tempó eins og hann er gjarnan kallaður, er einn fimm meðlima hljómsveitarinnar. Segist hann hafa setið sem steinrunninn þegar símtalið frá Margréti barst. „Þetta er gamalt hernaðarleyndarmál skólahljómsveitar sem varð heimsfræg á Íslandi á einni nóttu eftir að hafa spilað með Kinks,“ segir hann. „Upphaf þessarar Tempópeysutísku má rekja til þess að við strákarnir úr Langholtsskóla vorum á leið á svið og gátum ekki hugsað okkur annað en að vera töff í tauinu. Þarna var rokkið að ryðja sér til rúms svo hefðbundinn klæðnaður var ekki inni í myndinni,“ segir Þorgeir og bætir við: „Við gengum fram á peysurnar í kvenfatabúð sem seldi blússur og efni, keyptum þær á okkur alla fimm. Sögðum ekki sálu frá og fengum starfsfólkið með í þagnarbindindið,“ segir Þorgeir kíminn.Barnið vex en brókin ekki. Togga Tempó þótti ekki leiðinlegt að endurnýja kynnin við einkennisbúninginn sem hann klæddist fyrir um fimmtíu árum, þá fjórtán ára rokkari. Vísir/Stefán Peysurnar urðu gríðarlega vinsælar meðal unga fólksins og seldust eins og heitar lummur. En þeir þrættu ávallt fyrir að hafa verslað við téða kvenfatabúð. „Við sögðumst hafa fengið þetta sent frá Bretlandi,“ útskýrir Þorgeir. Komið fyrir á Rokksafninu Peysurnar hafa horfið með tímanum svo stórtíðindum sætir þegar svona gripir poppa upp. Margrét Auður ætlar því að koma peysunni fyrir á Rokksafni Íslands í næstu viku til að halda minningunni á lofti. Þorgeir er að vonum gríðarlega ánægður með framtakið „Þetta er partur af merkilegri menningarsögu, þegar allt var að breytast hérna heima. Nýbylgja Bítlanna í blússandi gangi, frelsið að aukast og rokkið að ryðja sér til rúms,“ bætir Þorgeir alsæll við í lokin. Stofnuð árið 1962Sem fyrr segir var hljómsveitin Tempó ein vinsælasta hljómsveit landsins. Hún var stofnuð árið 1962. Mikið var fjallað um Tempó í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma. Hér má til dæmis sjá umfjöllun um sveitina úr Æskunni, árið 1966:„Hljómsveitin TEMPÓ starfaði ekki síðastliðinn vetur, þar sem þeir félagar voru allir í skólum og stunduðu nám sitt samvizkusamlega, en í júní sl. hófu þeir að leika á ný og hafa í sumar farið víða um land, og alls staðar hafa þeir hlotið mikið lof fyrir leik sinn og framkomu. Hljómsveitin Tempo var stofnuð fyrir fjórum árum, en þá voru þeir félagarnir allir í barnaskóla og léku þá mest á skóladansleikjum. Hljómlist þá, er þeir félagar leika nú, kalla þeir pop-músík eða beat-músík. Piltarnir úr Tempo eru ákaflega kurteisir og skemmtilegir, skýrir eitt Reykjavíkurblaðanna frá nýlega, og bætir því við, að þeir séu algjörir bindindismenn, og hegðun unglinga og gáfnafar fari ekki eftir því, hvort þeir hafi sítt hár eða stutt.“Hér má einnig sjá upptöku af þeim félögum frá árinu 1993, þegar þeir komu fram í spjallþætti Hemma Gunn. Þá voru þeir með peysurnar frægu á bakinu.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira