Leyndarmál Tempó-peysanna afhjúpað Guðrún Ansnes skrifar 9. mars 2015 10:30 Toggi Tempó og Margrét með peysuna góðu á milli sín, sem ber aldurinn býsna vel. Vísir/Stefán „Mamma fékk hana þegar hún var fimmtán ára og strákarnir í Tempó upp á sitt besta,“ segir Margrét Auður Jóhannesdóttir, en nýlega kom einkennispeysa hljómsveitarinnar Tempó í leitirnar eftir dágóðan tíma í dvala. Hljómsveitin Tempó var ein vinsælasta hljómsveit landsins á sjöunda áratug síðustu aldar og voru meðlimir sveitarinnar þekktir fyrir peysurnar sem þeir tróðu upp í. Árný Elsa í peysunni sinni fyrir tæpum fimmtíu árum, en hún fékk hana senda frá pabba sínum eftir þó nokkurt suð.Mynd/einkasafnOg urðu peysurnar mjög vinsælar á meðal unglingsstúlkna, sem héldu upp á sveitina. „Móðir mín, Árný Elsa Þórðardóttir, var mikill aðdáandi bandsins. Hún fékk þessa peysu senda til sín í Heyrnleysingjaskólann fyrir um fimmtíu árum. Hún fór ekki úr peysunni allan þann vetur og rúmlega það,“ segir Margrét og hlær. Þó svo Árný Elsa sé heyrnarlaus kom það ekki í veg fyrir að hún héldi mikið upp á hljómsveitina. „Hún fór á böllin, upplifði stemninguna, fann taktinn og var skotin í Þorgeiri,“ skýtur Margrét að.Leyndardómurinn afhjúpaður Þorgeir Ástvaldsson, eða Toggi Tempó eins og hann er gjarnan kallaður, er einn fimm meðlima hljómsveitarinnar. Segist hann hafa setið sem steinrunninn þegar símtalið frá Margréti barst. „Þetta er gamalt hernaðarleyndarmál skólahljómsveitar sem varð heimsfræg á Íslandi á einni nóttu eftir að hafa spilað með Kinks,“ segir hann. „Upphaf þessarar Tempópeysutísku má rekja til þess að við strákarnir úr Langholtsskóla vorum á leið á svið og gátum ekki hugsað okkur annað en að vera töff í tauinu. Þarna var rokkið að ryðja sér til rúms svo hefðbundinn klæðnaður var ekki inni í myndinni,“ segir Þorgeir og bætir við: „Við gengum fram á peysurnar í kvenfatabúð sem seldi blússur og efni, keyptum þær á okkur alla fimm. Sögðum ekki sálu frá og fengum starfsfólkið með í þagnarbindindið,“ segir Þorgeir kíminn.Barnið vex en brókin ekki. Togga Tempó þótti ekki leiðinlegt að endurnýja kynnin við einkennisbúninginn sem hann klæddist fyrir um fimmtíu árum, þá fjórtán ára rokkari. Vísir/Stefán Peysurnar urðu gríðarlega vinsælar meðal unga fólksins og seldust eins og heitar lummur. En þeir þrættu ávallt fyrir að hafa verslað við téða kvenfatabúð. „Við sögðumst hafa fengið þetta sent frá Bretlandi,“ útskýrir Þorgeir. Komið fyrir á Rokksafninu Peysurnar hafa horfið með tímanum svo stórtíðindum sætir þegar svona gripir poppa upp. Margrét Auður ætlar því að koma peysunni fyrir á Rokksafni Íslands í næstu viku til að halda minningunni á lofti. Þorgeir er að vonum gríðarlega ánægður með framtakið „Þetta er partur af merkilegri menningarsögu, þegar allt var að breytast hérna heima. Nýbylgja Bítlanna í blússandi gangi, frelsið að aukast og rokkið að ryðja sér til rúms,“ bætir Þorgeir alsæll við í lokin. Stofnuð árið 1962Sem fyrr segir var hljómsveitin Tempó ein vinsælasta hljómsveit landsins. Hún var stofnuð árið 1962. Mikið var fjallað um Tempó í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma. Hér má til dæmis sjá umfjöllun um sveitina úr Æskunni, árið 1966:„Hljómsveitin TEMPÓ starfaði ekki síðastliðinn vetur, þar sem þeir félagar voru allir í skólum og stunduðu nám sitt samvizkusamlega, en í júní sl. hófu þeir að leika á ný og hafa í sumar farið víða um land, og alls staðar hafa þeir hlotið mikið lof fyrir leik sinn og framkomu. Hljómsveitin Tempo var stofnuð fyrir fjórum árum, en þá voru þeir félagarnir allir í barnaskóla og léku þá mest á skóladansleikjum. Hljómlist þá, er þeir félagar leika nú, kalla þeir pop-músík eða beat-músík. Piltarnir úr Tempo eru ákaflega kurteisir og skemmtilegir, skýrir eitt Reykjavíkurblaðanna frá nýlega, og bætir því við, að þeir séu algjörir bindindismenn, og hegðun unglinga og gáfnafar fari ekki eftir því, hvort þeir hafi sítt hár eða stutt.“Hér má einnig sjá upptöku af þeim félögum frá árinu 1993, þegar þeir komu fram í spjallþætti Hemma Gunn. Þá voru þeir með peysurnar frægu á bakinu. Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
„Mamma fékk hana þegar hún var fimmtán ára og strákarnir í Tempó upp á sitt besta,“ segir Margrét Auður Jóhannesdóttir, en nýlega kom einkennispeysa hljómsveitarinnar Tempó í leitirnar eftir dágóðan tíma í dvala. Hljómsveitin Tempó var ein vinsælasta hljómsveit landsins á sjöunda áratug síðustu aldar og voru meðlimir sveitarinnar þekktir fyrir peysurnar sem þeir tróðu upp í. Árný Elsa í peysunni sinni fyrir tæpum fimmtíu árum, en hún fékk hana senda frá pabba sínum eftir þó nokkurt suð.Mynd/einkasafnOg urðu peysurnar mjög vinsælar á meðal unglingsstúlkna, sem héldu upp á sveitina. „Móðir mín, Árný Elsa Þórðardóttir, var mikill aðdáandi bandsins. Hún fékk þessa peysu senda til sín í Heyrnleysingjaskólann fyrir um fimmtíu árum. Hún fór ekki úr peysunni allan þann vetur og rúmlega það,“ segir Margrét og hlær. Þó svo Árný Elsa sé heyrnarlaus kom það ekki í veg fyrir að hún héldi mikið upp á hljómsveitina. „Hún fór á böllin, upplifði stemninguna, fann taktinn og var skotin í Þorgeiri,“ skýtur Margrét að.Leyndardómurinn afhjúpaður Þorgeir Ástvaldsson, eða Toggi Tempó eins og hann er gjarnan kallaður, er einn fimm meðlima hljómsveitarinnar. Segist hann hafa setið sem steinrunninn þegar símtalið frá Margréti barst. „Þetta er gamalt hernaðarleyndarmál skólahljómsveitar sem varð heimsfræg á Íslandi á einni nóttu eftir að hafa spilað með Kinks,“ segir hann. „Upphaf þessarar Tempópeysutísku má rekja til þess að við strákarnir úr Langholtsskóla vorum á leið á svið og gátum ekki hugsað okkur annað en að vera töff í tauinu. Þarna var rokkið að ryðja sér til rúms svo hefðbundinn klæðnaður var ekki inni í myndinni,“ segir Þorgeir og bætir við: „Við gengum fram á peysurnar í kvenfatabúð sem seldi blússur og efni, keyptum þær á okkur alla fimm. Sögðum ekki sálu frá og fengum starfsfólkið með í þagnarbindindið,“ segir Þorgeir kíminn.Barnið vex en brókin ekki. Togga Tempó þótti ekki leiðinlegt að endurnýja kynnin við einkennisbúninginn sem hann klæddist fyrir um fimmtíu árum, þá fjórtán ára rokkari. Vísir/Stefán Peysurnar urðu gríðarlega vinsælar meðal unga fólksins og seldust eins og heitar lummur. En þeir þrættu ávallt fyrir að hafa verslað við téða kvenfatabúð. „Við sögðumst hafa fengið þetta sent frá Bretlandi,“ útskýrir Þorgeir. Komið fyrir á Rokksafninu Peysurnar hafa horfið með tímanum svo stórtíðindum sætir þegar svona gripir poppa upp. Margrét Auður ætlar því að koma peysunni fyrir á Rokksafni Íslands í næstu viku til að halda minningunni á lofti. Þorgeir er að vonum gríðarlega ánægður með framtakið „Þetta er partur af merkilegri menningarsögu, þegar allt var að breytast hérna heima. Nýbylgja Bítlanna í blússandi gangi, frelsið að aukast og rokkið að ryðja sér til rúms,“ bætir Þorgeir alsæll við í lokin. Stofnuð árið 1962Sem fyrr segir var hljómsveitin Tempó ein vinsælasta hljómsveit landsins. Hún var stofnuð árið 1962. Mikið var fjallað um Tempó í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma. Hér má til dæmis sjá umfjöllun um sveitina úr Æskunni, árið 1966:„Hljómsveitin TEMPÓ starfaði ekki síðastliðinn vetur, þar sem þeir félagar voru allir í skólum og stunduðu nám sitt samvizkusamlega, en í júní sl. hófu þeir að leika á ný og hafa í sumar farið víða um land, og alls staðar hafa þeir hlotið mikið lof fyrir leik sinn og framkomu. Hljómsveitin Tempo var stofnuð fyrir fjórum árum, en þá voru þeir félagarnir allir í barnaskóla og léku þá mest á skóladansleikjum. Hljómlist þá, er þeir félagar leika nú, kalla þeir pop-músík eða beat-músík. Piltarnir úr Tempo eru ákaflega kurteisir og skemmtilegir, skýrir eitt Reykjavíkurblaðanna frá nýlega, og bætir því við, að þeir séu algjörir bindindismenn, og hegðun unglinga og gáfnafar fari ekki eftir því, hvort þeir hafi sítt hár eða stutt.“Hér má einnig sjá upptöku af þeim félögum frá árinu 1993, þegar þeir komu fram í spjallþætti Hemma Gunn. Þá voru þeir með peysurnar frægu á bakinu.
Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira