Túra með Florence and the Machine Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 5. mars 2015 08:00 Þær Valdís og Björk á æfingu á þriðjudag, en Sigrún var því miður fjarri góðu gamni. Vísir/getty „Það er bara mikill heiður að við vorum beðnar um þetta, einhverjir vitleysingar úr Hafnarfirði og Mosfellsdal,“ segir Valdís Þorkelsdóttir trompet- og flygilhornleikari og hlær. Hún ásamt Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara og Björk Níelsdóttur, trompet- og flygilhornleikara, munu spila og syngja bakraddir á tónleikaferðalagi bresku indie-hljómsveitarinnar Florence and the Machine, með söngkonuna Florence Welch fremsta í flokki. „Við fengum símtal frá tónlistarstjóranum hjá Florence, en hann þekkir production manager hjá Björk sem benti honum á okkur,“ segir hún um tilkomu verkefnisins. Þær stöllur kynntust fyrst þegar þær spiluðu saman á Volta-túr Bjarkar Guðmundsdóttur. „Þetta eru því eiginlega endurfundir hjá okkur þremur, enda erum við næstum eins og systur núna,“ segir Valdís hress. Hún segist ekki hafa haldið mikið upp á Florence, en eftir að hafa hlustað á tónlistina fyrir æfingar sé hún kolfallin fyrir henni. „Það er rosalegur kraftur í henni og hún er ótrúleg söngkona, eiginlega bara legend,“ segir Valdís, en hún er dóttir ástsælu óperusöngkonunnar Diddú.VísirÁ tónleikaferðalagi Bjarkar voru þær aðallega að spila á málmblásturshljóðfæri, en nú bætist meiri söngur við. „Við erum búnar að vera að æfa í tíu daga, alveg upp í tólf klukkutíma á dag. Þetta er alveg svolítið heavy stöff en jafn skemmtilegt eins og þetta er erfitt. Okkur líður svolítið eins og við séum í poppstjörnukaríókí,“ segir Valdís og hlær. Ný plata með sveitinni er væntanleg í júní. „Þessi túr verður svolítið nýja stöffið í bland við gamla, ég held að við séum að taka fjögur ný lög núna til að byrja með, svo bætist við með sumrinu. Það er rosalega mikið brass á nýju plötunni og þess vegna vorum við fengnar inn í þetta verkefni,“ segir hún. Framundan eru stórar hátíðir eins og Coachella í Los Angeles, sem er ein sú allra vinsælasta hjá stjörnunum. Einnig eru óstaðfestar fréttir á sveimi um að hljómsveitin muni koma fram á Glastonbury-hátíðinni. „Það er verið að staðfesta fleiri hátíðir og áfangastaði núna, en ég má ekki segja meira um það eins og er,“ segir Valdís að lokum. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Það er bara mikill heiður að við vorum beðnar um þetta, einhverjir vitleysingar úr Hafnarfirði og Mosfellsdal,“ segir Valdís Þorkelsdóttir trompet- og flygilhornleikari og hlær. Hún ásamt Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara og Björk Níelsdóttur, trompet- og flygilhornleikara, munu spila og syngja bakraddir á tónleikaferðalagi bresku indie-hljómsveitarinnar Florence and the Machine, með söngkonuna Florence Welch fremsta í flokki. „Við fengum símtal frá tónlistarstjóranum hjá Florence, en hann þekkir production manager hjá Björk sem benti honum á okkur,“ segir hún um tilkomu verkefnisins. Þær stöllur kynntust fyrst þegar þær spiluðu saman á Volta-túr Bjarkar Guðmundsdóttur. „Þetta eru því eiginlega endurfundir hjá okkur þremur, enda erum við næstum eins og systur núna,“ segir Valdís hress. Hún segist ekki hafa haldið mikið upp á Florence, en eftir að hafa hlustað á tónlistina fyrir æfingar sé hún kolfallin fyrir henni. „Það er rosalegur kraftur í henni og hún er ótrúleg söngkona, eiginlega bara legend,“ segir Valdís, en hún er dóttir ástsælu óperusöngkonunnar Diddú.VísirÁ tónleikaferðalagi Bjarkar voru þær aðallega að spila á málmblásturshljóðfæri, en nú bætist meiri söngur við. „Við erum búnar að vera að æfa í tíu daga, alveg upp í tólf klukkutíma á dag. Þetta er alveg svolítið heavy stöff en jafn skemmtilegt eins og þetta er erfitt. Okkur líður svolítið eins og við séum í poppstjörnukaríókí,“ segir Valdís og hlær. Ný plata með sveitinni er væntanleg í júní. „Þessi túr verður svolítið nýja stöffið í bland við gamla, ég held að við séum að taka fjögur ný lög núna til að byrja með, svo bætist við með sumrinu. Það er rosalega mikið brass á nýju plötunni og þess vegna vorum við fengnar inn í þetta verkefni,“ segir hún. Framundan eru stórar hátíðir eins og Coachella í Los Angeles, sem er ein sú allra vinsælasta hjá stjörnunum. Einnig eru óstaðfestar fréttir á sveimi um að hljómsveitin muni koma fram á Glastonbury-hátíðinni. „Það er verið að staðfesta fleiri hátíðir og áfangastaði núna, en ég má ekki segja meira um það eins og er,“ segir Valdís að lokum.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira