Skilur ekkert hvað þeir segja en elskar Horfðu til himins Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2015 09:00 Nýdönsk spilar í Hljómahöll í kvöld og mun á næstu vikum spila á Siglufirði, Akureyri og Akranesi. „Ég er mjög, mjög spenntur,“ segir Kanadamaðurinn Michael Gnat sem ferðast til Íslands gagngert til þess að sjá sína uppáhaldshljómsveit, Nýdönsk, leika á tónleikum. „Síðastliðinn ágúst var ég á Íslandi ásamt dóttur minni vegna þess að Sinfóníuhljómsveitin okkar frá Toronto var að spila í Hörpunni og mig langaði til þess að sjá hana,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvernig hann komst í kynni við hljómsveitina. „Þá helgi var einmitt Menningarnótt. Við vorum að rölta um Reykjavík og fengum okkur kvöldverð. Þegar við höfðum lokið við að borða löbbuðum við framhjá tónleikunum á Arnarhóli,“ segir Gnat hress. „Við náðum seinasta hluta tónleika Nýdanskra. Ég féll strax fyrir tónlistinni þeirra og fór til öryggisvarðarins og spurði hann hverjir þetta væru. Hann svaraði að þetta væri hljómsveitin Nýdönsk og ég sagði honum að hann yrði að skrifa þetta niður.“ Í kjölfarið varð Gnat sér út um tvo geisladiska með hljómsveitinni og hefur hlustað viðstöðulaust á þá síðan.Eldheitur aðdáandi Michael Gnat er þrælspenntur fyrir því að sjá Nýdönsk á tónleikum í kvöld.Mynd/MichaelGnat„Ég hef enga hugmynd um hvað þeir eru að segja en ég elska tónlistina,“ segir hann og hlær. Úr varð að Gnat kom sér í samband við Nýdönsk og mætir í kjölfarið á tónleika sveitarinnar í Hljómahöll í kvöld. „Mér finnst þetta þrælmagnað alveg því þetta kostar kappann sjálfsagt morð fjár. Við ákváðum þó að bjóða honum á tónleikana í Hljómahöllinni – svona til að sýna lit,“ segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Nýdanskra. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð sveitarinnar sem þeir nefna Nýdanska daga en þeir hófu leikinn í Bæjarbíó síðastliðna helgi og munu á næstu vikum heimsækja Siglufjörð, Akureyri og Akranes. „Nýdanskir dagar innihalda tónleika hljómsveitarinnar, opinbera heimsókn til bæjarstjóranna og loks fáum við atriði frá Tónlistarskólum hvers bæjarfélags fyrir sig og krakkarnir koma fram á tónleikunum hjá okkur,“ segir Jón Ólafsson en hljómsveitin mun hitta Gnat í fyrsta sinn augliti til auglitis á tónleikunum. Uppáhaldslög Gnats eru Flugvélar, Horfðu til himins og Nýr maður af disknum Diskó Berlín. „Ég vildi óska að ég gæti borið nöfnin fram en ég kann bara að segja takk og brennivín,“ segir hann hress að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld í Hljómahöll. Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
„Ég er mjög, mjög spenntur,“ segir Kanadamaðurinn Michael Gnat sem ferðast til Íslands gagngert til þess að sjá sína uppáhaldshljómsveit, Nýdönsk, leika á tónleikum. „Síðastliðinn ágúst var ég á Íslandi ásamt dóttur minni vegna þess að Sinfóníuhljómsveitin okkar frá Toronto var að spila í Hörpunni og mig langaði til þess að sjá hana,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvernig hann komst í kynni við hljómsveitina. „Þá helgi var einmitt Menningarnótt. Við vorum að rölta um Reykjavík og fengum okkur kvöldverð. Þegar við höfðum lokið við að borða löbbuðum við framhjá tónleikunum á Arnarhóli,“ segir Gnat hress. „Við náðum seinasta hluta tónleika Nýdanskra. Ég féll strax fyrir tónlistinni þeirra og fór til öryggisvarðarins og spurði hann hverjir þetta væru. Hann svaraði að þetta væri hljómsveitin Nýdönsk og ég sagði honum að hann yrði að skrifa þetta niður.“ Í kjölfarið varð Gnat sér út um tvo geisladiska með hljómsveitinni og hefur hlustað viðstöðulaust á þá síðan.Eldheitur aðdáandi Michael Gnat er þrælspenntur fyrir því að sjá Nýdönsk á tónleikum í kvöld.Mynd/MichaelGnat„Ég hef enga hugmynd um hvað þeir eru að segja en ég elska tónlistina,“ segir hann og hlær. Úr varð að Gnat kom sér í samband við Nýdönsk og mætir í kjölfarið á tónleika sveitarinnar í Hljómahöll í kvöld. „Mér finnst þetta þrælmagnað alveg því þetta kostar kappann sjálfsagt morð fjár. Við ákváðum þó að bjóða honum á tónleikana í Hljómahöllinni – svona til að sýna lit,“ segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Nýdanskra. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð sveitarinnar sem þeir nefna Nýdanska daga en þeir hófu leikinn í Bæjarbíó síðastliðna helgi og munu á næstu vikum heimsækja Siglufjörð, Akureyri og Akranes. „Nýdanskir dagar innihalda tónleika hljómsveitarinnar, opinbera heimsókn til bæjarstjóranna og loks fáum við atriði frá Tónlistarskólum hvers bæjarfélags fyrir sig og krakkarnir koma fram á tónleikunum hjá okkur,“ segir Jón Ólafsson en hljómsveitin mun hitta Gnat í fyrsta sinn augliti til auglitis á tónleikunum. Uppáhaldslög Gnats eru Flugvélar, Horfðu til himins og Nýr maður af disknum Diskó Berlín. „Ég vildi óska að ég gæti borið nöfnin fram en ég kann bara að segja takk og brennivín,“ segir hann hress að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld í Hljómahöll.
Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira