90 prósent líkur á að Gunnar berjist með Conor í Vegas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2015 08:00 Gunnar í sínum síðasta bardaga gegn Rick Story. vísir/getty „Það er áhugi hjá UFC að fá Gunna á UFC-kvöldið í Las Vegas í júlí. Þetta er stærsta bardagakvöld ársins,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, en allt stefnir í að Gunnar keppi í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í júlí. Þá mun vinur og æfingafélagi Gunnars, Conor McGregor, keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn Jose Aldo. Þetta kvöld er það stórt að einnig verður titilbardagi í veltivigtinni, sem er flokkurinn hans Gunna, þar sem meistarinn Robbie Lawler mun mæta Rory McDonald.xx„Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og þeir hafa sagt við mig að þeir vilji hafa Gunna á þessu kvöldi. Vonandi gengur það eftir. Ég á nú ekki endilega von á því að Gunni verði á meðal aðalbardaga kvöldsins því það er kominn titilbardagi í vigtinni hans þar. Það skiptir samt engu máli á svona stóru bardagakvöldi.“ Haraldur segir að þó bardagi Gunnars yrði ekki á meðal aðalbardaganna yrði hans bardagi samt líklega í sjónvarpinu þar sem Gunnar sé það hátt skrifaður. „Ég myndi segja að það væru svona níutíu prósent líkur á því að það verði af þessu. Við erum að undirbúa okkur eins og það verði af þessu. Það kæmi mér mjög á óvart ef þetta gengi ekki upp. Það er samt ekkert vitað um neinn andstæðing heldur,“ segir Haraldur bjartsýnn. „Ef af þessu verður þá mun Gunnar fara út nokkru áður enda langt ferðalag. Svo vill hann vera vel undirbúinn fyrir hvern þann andstæðing sem hann fær.“ MMA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sjá meira
„Það er áhugi hjá UFC að fá Gunna á UFC-kvöldið í Las Vegas í júlí. Þetta er stærsta bardagakvöld ársins,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, en allt stefnir í að Gunnar keppi í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í júlí. Þá mun vinur og æfingafélagi Gunnars, Conor McGregor, keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn Jose Aldo. Þetta kvöld er það stórt að einnig verður titilbardagi í veltivigtinni, sem er flokkurinn hans Gunna, þar sem meistarinn Robbie Lawler mun mæta Rory McDonald.xx„Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og þeir hafa sagt við mig að þeir vilji hafa Gunna á þessu kvöldi. Vonandi gengur það eftir. Ég á nú ekki endilega von á því að Gunni verði á meðal aðalbardaga kvöldsins því það er kominn titilbardagi í vigtinni hans þar. Það skiptir samt engu máli á svona stóru bardagakvöldi.“ Haraldur segir að þó bardagi Gunnars yrði ekki á meðal aðalbardaganna yrði hans bardagi samt líklega í sjónvarpinu þar sem Gunnar sé það hátt skrifaður. „Ég myndi segja að það væru svona níutíu prósent líkur á því að það verði af þessu. Við erum að undirbúa okkur eins og það verði af þessu. Það kæmi mér mjög á óvart ef þetta gengi ekki upp. Það er samt ekkert vitað um neinn andstæðing heldur,“ segir Haraldur bjartsýnn. „Ef af þessu verður þá mun Gunnar fara út nokkru áður enda langt ferðalag. Svo vill hann vera vel undirbúinn fyrir hvern þann andstæðing sem hann fær.“
MMA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sjá meira