Óskarsframleiðandi sækir Íslendinga heim 28. febrúar 2015 12:00 REYNSLUBOLTI Christine Vachon hefur margra ára reynslu í kvikmyndaframleiðslu. Kvikmyndaframleiðandinn Christine Vachon heldur fyrirlesturinn Úr öskustónni á Óskarinn í Bíó Paradís í dag. Þar ætlar hún að ræða við gesti um reynslu sína af því að framleiða óháðar kvikmyndir og hvernig fjármagna megi myndirnar án aðstoðar styrkja frá ríkinu eða kvikmyndarisum, en hún fagnar tuttugu ára starfsafmæli sínu í ár. „Ég ætla að ræða um stöðu óháðrar kvikmyndagerðar og hvernig megi viðhalda ferlinum. Svo leyfi ég þessu svolítið að ráðast, en mér finnst best ef ég get náð einhverri umræðu milli mín og áhorfenda,“ segir Vachon. Myndir sem hún hefur framleitt hafa sópað til sín verðlaunum, nú síðast myndin Still Alice með Julianne Moore í aðalhlutverki sem fékk Óskarinn fyrir leik sinn. Hún segir mikilvægast að kvikmyndagerðarmenn og framleiðendur finni rétta miðilinn til þess að koma sögu sinni á framfæri. „Það er mikilvægt að þeir hugsi um sig sem sögumenn en ekki kvikmyndagerðarmenn og finni þannig besta miðilinn til þess að segja söguna sem þeir eru með, því það er svo auðvelt fyrir þá að festast í sama farinu. Það er svo margt í boði; sjónvarpsseríur, netþættir, bíómyndir og fleira og það þarf að nýta það,“ segir hún. Vachon segir margt hafa breyst síðan hún framleiddi fyrstu myndina sína, Poison, fyrir tuttugu árum. „Það helsta er auðvitað að það er ekki tekið upp á filmu lengur og svo auðvitað allir þessir mismunandi miðlar sem í boði eru,“ bætir hún við. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst klukkan 15.00 í Bíó Paradís. adda@frettabladid.is Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Christine Vachon heldur fyrirlesturinn Úr öskustónni á Óskarinn í Bíó Paradís í dag. Þar ætlar hún að ræða við gesti um reynslu sína af því að framleiða óháðar kvikmyndir og hvernig fjármagna megi myndirnar án aðstoðar styrkja frá ríkinu eða kvikmyndarisum, en hún fagnar tuttugu ára starfsafmæli sínu í ár. „Ég ætla að ræða um stöðu óháðrar kvikmyndagerðar og hvernig megi viðhalda ferlinum. Svo leyfi ég þessu svolítið að ráðast, en mér finnst best ef ég get náð einhverri umræðu milli mín og áhorfenda,“ segir Vachon. Myndir sem hún hefur framleitt hafa sópað til sín verðlaunum, nú síðast myndin Still Alice með Julianne Moore í aðalhlutverki sem fékk Óskarinn fyrir leik sinn. Hún segir mikilvægast að kvikmyndagerðarmenn og framleiðendur finni rétta miðilinn til þess að koma sögu sinni á framfæri. „Það er mikilvægt að þeir hugsi um sig sem sögumenn en ekki kvikmyndagerðarmenn og finni þannig besta miðilinn til þess að segja söguna sem þeir eru með, því það er svo auðvelt fyrir þá að festast í sama farinu. Það er svo margt í boði; sjónvarpsseríur, netþættir, bíómyndir og fleira og það þarf að nýta það,“ segir hún. Vachon segir margt hafa breyst síðan hún framleiddi fyrstu myndina sína, Poison, fyrir tuttugu árum. „Það helsta er auðvitað að það er ekki tekið upp á filmu lengur og svo auðvitað allir þessir mismunandi miðlar sem í boði eru,“ bætir hún við. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst klukkan 15.00 í Bíó Paradís. adda@frettabladid.is
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira