Leðurbaróninn blanda úr tveimur óperum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 14:00 „Þarna koma fram margir efnilegir söngvarar sem eiga örugglega eftir að ná langt í framtíðinni,“ segir Hrönn Þráinsdóttir undirleikari. Fréttablaðið/Pjetur „Leðurbaróninn er blanda af tveimur óperettum eftir Jóhann Strauss, Leðurblökunni og Sígaunabaróninum,“ segir Hrönn Þráinsdóttir tónlistarstjóri og píanóleikari í sýningu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík í Iðnó. „Við ákváðum að taka eitthvað eftir Strauss því að það er afmælisár, 190 ár liðin frá fæðingu hans. Við fléttum þessum tveimur óperum saman og köllum sýninguna Leðurbaróninn. Það var annaðhvort að velja nafnið Sígaunablakan eða Leðurbaróninn og það síðarnefnda varð ofan á.“ Hrönn segir tónlistina í óperunni hljómfagra, fjöruga og heillandi. „Það þekkja allir aríur úr þessum óperettum Strauss,“ segir hún og minnir á að Íslenska óperan opnaði óperuhúsið sitt með sýningum á Sígaunabaróninum 1982 og sýndi 50 sýningar fyrir fullu húsi. Söngvararnir í Leðurbaróninum eru allir úr röðum nemenda í framhalds- eða háskólanámi við Söngskólann í Reykjavík. „Þetta er mikið efni og ansi flókið fyrir unga fólkið en það stendur sig svakalega vel,“ segir Hrönn. „Þó að músíkin sé létt og skemmtileg eftir valsakónginn þá er þetta mikið stykki að takast á við fyrir krakkana. En auðvitað er frábært fyrir þá að fá að standa að alvöru sýningu í alvöru leikhúsi. Iðnó er dásamlegt hús að sýna í og við notum sviðið og salinn. Tökum þetta alla leið. Þarna koma fram margir efnilegir söngvarar sem eiga örugglega eftir að ná langt í framtíðinni.“ Leðurbaróninn er 40. uppfærsla Nemendaóperu Söngskólans á þeim 33 árum sem hún hefur verið starfrækt. Sibylle Köll er leikstjóri. Tvær sýningar verða á morgun, sunnudag, sú fyrri klukkan 16 og síðari klukkan 20. Leðurbaróninn gerist í Vín og hittast allar persónur sögunnar á sama balli, margar í dulargervi og hefur hver sína ástæðu. Þegar líða fer á dansleikinn tilkynnir Leðurblakan, Falke, að nú hefjist hlutverkaleikur og þar með eru allir komnir með hlutverk í Sígaunabaróninum. Þegar Falke finnst nóg komið, hverfa gestir aftur til raunveruleikans, veislusalarins í Vín. En þótt Sígaunabaróninn hafi aðeins verið hlutverkaleikur kann eitthvað að hafa breyst í samskiptum gestanna! Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Leðurbaróninn er blanda af tveimur óperettum eftir Jóhann Strauss, Leðurblökunni og Sígaunabaróninum,“ segir Hrönn Þráinsdóttir tónlistarstjóri og píanóleikari í sýningu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík í Iðnó. „Við ákváðum að taka eitthvað eftir Strauss því að það er afmælisár, 190 ár liðin frá fæðingu hans. Við fléttum þessum tveimur óperum saman og köllum sýninguna Leðurbaróninn. Það var annaðhvort að velja nafnið Sígaunablakan eða Leðurbaróninn og það síðarnefnda varð ofan á.“ Hrönn segir tónlistina í óperunni hljómfagra, fjöruga og heillandi. „Það þekkja allir aríur úr þessum óperettum Strauss,“ segir hún og minnir á að Íslenska óperan opnaði óperuhúsið sitt með sýningum á Sígaunabaróninum 1982 og sýndi 50 sýningar fyrir fullu húsi. Söngvararnir í Leðurbaróninum eru allir úr röðum nemenda í framhalds- eða háskólanámi við Söngskólann í Reykjavík. „Þetta er mikið efni og ansi flókið fyrir unga fólkið en það stendur sig svakalega vel,“ segir Hrönn. „Þó að músíkin sé létt og skemmtileg eftir valsakónginn þá er þetta mikið stykki að takast á við fyrir krakkana. En auðvitað er frábært fyrir þá að fá að standa að alvöru sýningu í alvöru leikhúsi. Iðnó er dásamlegt hús að sýna í og við notum sviðið og salinn. Tökum þetta alla leið. Þarna koma fram margir efnilegir söngvarar sem eiga örugglega eftir að ná langt í framtíðinni.“ Leðurbaróninn er 40. uppfærsla Nemendaóperu Söngskólans á þeim 33 árum sem hún hefur verið starfrækt. Sibylle Köll er leikstjóri. Tvær sýningar verða á morgun, sunnudag, sú fyrri klukkan 16 og síðari klukkan 20. Leðurbaróninn gerist í Vín og hittast allar persónur sögunnar á sama balli, margar í dulargervi og hefur hver sína ástæðu. Þegar líða fer á dansleikinn tilkynnir Leðurblakan, Falke, að nú hefjist hlutverkaleikur og þar með eru allir komnir með hlutverk í Sígaunabaróninum. Þegar Falke finnst nóg komið, hverfa gestir aftur til raunveruleikans, veislusalarins í Vín. En þótt Sígaunabaróninn hafi aðeins verið hlutverkaleikur kann eitthvað að hafa breyst í samskiptum gestanna!
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira