Hannar jarðlituð týpuföt á ungbörn Guðrún Ansnes skrifar 27. febrúar 2015 12:00 Fanney Svansdóttir byrjaði að hanna föt eftir að hún varð ófrísk af dótturinni Rán. Jarðlituð, kynlaus og vönduð týpuföt, líkt og fullorðna fólkið klæðir sig oft í, á lítil börn er framlag Fanneyjar Svansdóttur í flóru barnafatatískunnar á Íslandi í dag. Hún hannar, framleiðir og selur fatnaðinn undir merkinu Ylur. „Ég kýs að hafa hlutina einfalda og stílhreina, og fannst barnafatatískan alltof bleik og blá,“ segir Fanney um kveikju hugmyndarinnar. Fanney hefur alla tíð verið áhugasöm um tísku en fór ekki að gefa barnatísku gaum fyrr en hún varð sjálf ófrísk. Dóttir hennar er nú eins og hálfs árs og mögulega eitthvert best klædda barn bæjarins. Hvað gera konur þegar þær sjá gat í markaði? Jú, þær fylla það. Vinsældir týpufata á börn eru gríðarlegar um þessar mundir og segir Fanney vissulega trend í gangi í þessum anga tískunnar eins og öðrum.Fötin sem Fanney hannar og prjónar fyrir litla hipstera.„Sinnepsgulur hefur til dæmis verið afar eftirsóttur litur hjá mínum viðskiptavinum,“ Fanney leggur mikið uppúr þægindunum í takt við gæði, og prjónar einungis úr merínóull, sem er hlý, mjúk og stingur ekki litla kroppa. Sjálfmenntuð af netinu „Ég hafði ekki prjónað annað en fjölmarga trefla í gegnum tíðina svo þetta var áskorun.“ Þrátt fyrir reynsluleysið beið Fanney ekki boðanna og leitaði á náðir YouTube og Pinterest þar sem hún lærði helstu trixin. „Í framhaldinu kenndi ég mér svo að hekla og síðan hef ég ekki stoppað.“ Eins og staðan er núna leggur fólk inn pantanir og Fanney mundar prjónana. Þó er sjaldan stund milli stríða því Fanney hefur lengi reynt að koma sér upp lager án árangurs, þvílík er eftirspurnin. Minimalískur skírnarkjóll„Það er auðvitað takmarkað hvað tvær hendur komast yfir í einu, en ég er eini starfsmaðurinn,“ segir Fanney kímin. Óhætt er að fullyrða að Fanney sitji sjaldan auðum höndum en samhliða því að prjóna látlaust eftir pöntunum nemur hún félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og útskrifast í vor. „Eftir útskrift fer allt á fullt, en ég er þegar komin með heilan helling af hugmyndum sem þurfa að komast í framkvæmd,“ segir þessi framtakssama kona að lokum. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Jarðlituð, kynlaus og vönduð týpuföt, líkt og fullorðna fólkið klæðir sig oft í, á lítil börn er framlag Fanneyjar Svansdóttur í flóru barnafatatískunnar á Íslandi í dag. Hún hannar, framleiðir og selur fatnaðinn undir merkinu Ylur. „Ég kýs að hafa hlutina einfalda og stílhreina, og fannst barnafatatískan alltof bleik og blá,“ segir Fanney um kveikju hugmyndarinnar. Fanney hefur alla tíð verið áhugasöm um tísku en fór ekki að gefa barnatísku gaum fyrr en hún varð sjálf ófrísk. Dóttir hennar er nú eins og hálfs árs og mögulega eitthvert best klædda barn bæjarins. Hvað gera konur þegar þær sjá gat í markaði? Jú, þær fylla það. Vinsældir týpufata á börn eru gríðarlegar um þessar mundir og segir Fanney vissulega trend í gangi í þessum anga tískunnar eins og öðrum.Fötin sem Fanney hannar og prjónar fyrir litla hipstera.„Sinnepsgulur hefur til dæmis verið afar eftirsóttur litur hjá mínum viðskiptavinum,“ Fanney leggur mikið uppúr þægindunum í takt við gæði, og prjónar einungis úr merínóull, sem er hlý, mjúk og stingur ekki litla kroppa. Sjálfmenntuð af netinu „Ég hafði ekki prjónað annað en fjölmarga trefla í gegnum tíðina svo þetta var áskorun.“ Þrátt fyrir reynsluleysið beið Fanney ekki boðanna og leitaði á náðir YouTube og Pinterest þar sem hún lærði helstu trixin. „Í framhaldinu kenndi ég mér svo að hekla og síðan hef ég ekki stoppað.“ Eins og staðan er núna leggur fólk inn pantanir og Fanney mundar prjónana. Þó er sjaldan stund milli stríða því Fanney hefur lengi reynt að koma sér upp lager án árangurs, þvílík er eftirspurnin. Minimalískur skírnarkjóll„Það er auðvitað takmarkað hvað tvær hendur komast yfir í einu, en ég er eini starfsmaðurinn,“ segir Fanney kímin. Óhætt er að fullyrða að Fanney sitji sjaldan auðum höndum en samhliða því að prjóna látlaust eftir pöntunum nemur hún félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og útskrifast í vor. „Eftir útskrift fer allt á fullt, en ég er þegar komin með heilan helling af hugmyndum sem þurfa að komast í framkvæmd,“ segir þessi framtakssama kona að lokum.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira