Innlent

Harðkjarna hakkararáðstefna í Tjarnarbíói

Vísir
Fullt var út úr dyrum á hakkararáðstefnunni Bsides, sem haldin var í samvinnu við Nýherja, í Tjarnarbíói.

Þar voru komnir helstu sérfræðinar og áhugafólk landsins um öryggisvarnir í upplýsingatækni, en á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um leiðir í baráttu við hakkara og hvernig verjast eigi þjófnaði á notendaupplýsingum.

BSides ráðstefnurnar má rekja til ársins 2009 þegar að hin virta hakkara ráðstefna DEF CON í Las Vegas náði ekki að taka á móti öllum fyrirlesurum sem óskuðu eftir að kynna sitt efni þar. Þá ákváðu nokkrir aðilar að halda sína eigin ráðstefnu á „B-side" og úr því varð sería af alþjóðlegum ráðstefnum.

Hróður BSides hefur vaxið jafnt og þétt og var Ísland 18 landið í heiminum til þess að halda slíka ráðstefnu. Fyrsta ráðstefnan á Íslandi var haldin í fyrra við frábærar undirtektir og því var ákveðið að endurtaka leikinn við með góðum árangri eins og myndir sýna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×