Enski boltinn

Stóri Sam ósáttur við brottrekstur stjóra Gylfa Þórs

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stóri Sam hefur verið látinn fara nokkrum sinnum sjálfur.
Stóri Sam hefur verið látinn fara nokkrum sinnum sjálfur. vísir/getty
Sam Allaryce, knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, hefur marga fjöruna sopið og hann er orðinn langþreyttur á að stjórar liðanna í deildinni fá enga þolinmæði.

Hann lýsti yfir mikilli óánægju sinni í garð Swansea með brottrekstur hins 36 ára gamla Garry Monk sem var látinn fara frá velska félaginu í byrjun vikunnar eftir að liðið vann aðeins einn leik af síðustu ellefu.

Allardyce kallar eftir meiri þolinmæði og skilur ekkert í brottrekstri Monk þrátt fyrir að Swansea gælir við fallsvæðið eftir slæma frammistöðu síðustu mánuði.

„Það eru þessar 120 milljónir punda sem klingja í eyrunum á eigedunum og fá þá til að stressast upp fyrr en vanalega. Þetta er ekki leiktíðin til að falla úr ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Allardyce á blaðamannafundi í gær.

Það sem Stóri Sam á við er nýi sjónvarpssamningurinn sem dettur inn á næsta tímabili, en hann gerir slökustu lið ensku úrvalsdeildarinnar margfalt tekjuhærri en mörg af bestu liðum Evrópu.

„Það verða einhver þrjú lið sem falla. Þannig er það bara. Swansea fannst þetta rétti tíminn til að gera breytingu,“ sagði Allardyce.

„Þetta er mikil synd því í fyrra náði hann fleiri stigum en nokkur annar í sögu liðsins í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Sam Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×