Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 14:07 Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira
Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira