Erlent

Miklir skógareldar í Ástralíu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yfir 500 slökkviliðsmenn berjast við eldana.
Yfir 500 slökkviliðsmenn berjast við eldana. vísir/epa
Á annað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem loga í Viktoríufylki í suðurhluta Ástralíu. Rúmlega eitt hundrað heimili hafa orðið eldinum bráð og eru hundruð til viðbótar í hættu. Engan hefur sakað í eldsvoðanum.

Yfir fimm hundruð slökkviliðsmenn á um sextíu slökkviliðsbílum berjast nú við eldana. Þá hafa jafnframt verið fengnar um átján flugvélar til aðstoðar við slökkvistarfið.

Eldurinn kviknaði þegar eldingu laust niður 19. desember síðastliðinn og logar hann nú á um 2.200 hektara svæði. Skógareldar eru nokkuð algengir í Viktoríufylki. Árið 2009 létust 170 í einum mestu eldum sögu Ástralíu.

Slökkvistarf hefur gengið nokkuð vel og búist er við skúrum og kaldara lofti á næstu dögum.  Þó er talið að einhverjar glæður muni loga næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×