Erlent

Leiðtogi Jaysh al-Islam fallinn

Zahran Allaoush var leiðtogi Jaysh al-Islam.
Zahran Allaoush var leiðtogi Jaysh al-Islam. vísir/afp
Talið er að leiðtogi eins stærsta uppreisnarhóps meðal sýrlensku stjórnarandstöðunnar hafi fallið í loftárás á Damaskus í gær. Uppreisnarhóparnir, sem skipta tugum í Sýrlandi, hafa síðustu ár barist gegn stjórnarher Bashar al-Assads, Sýrlandsforseta.

Zahran Allaoush var leiðtogi Jaysh al-Islam en samtökin voru á fundi  í Ghouta-hverfi Damaskus þegar árásin átti sér stað.

Ekki er vitað hver varpaði sprengjunum. Stjórnarherinn hefur lýst ábyrgð en aðgerðarsinnar fullyrða að um rússneskar sprengjur hafi verið að ræða.

Fráfall Allaoush þykir mikið áfall fyrir andófsmenn í Sýrlandi en um tuttugu þúsund uppreisnarmenn skipa herdeild Jaysh al-Islam. Samtökin hafa staðið fyrir árásum á sendiráð Rússlands í Sýrlandi en tugir óbreyttra borgara hafa særst í þessum árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×