Innlent

Ekki framlengt strax í Elliðaám

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Torfi Ingólfsson við veiðar í Elliðaánum.
Torfi Ingólfsson við veiðar í Elliðaánum. Fréttablaðið/Stefán
Ákvörðun um framlengingu samstarfssamnings Orkuveitu Reykjavíkur og Stangaveiðifélags Reykjavíkur um stangveiði í Elliðaánum var frestað á fundi stjórnar OR í nóvember. Til stóð að framlengja samninginn til ársloka 2018 en stjórn OR taldi rétt að bíða eftir niðurstöðu starfshóps um framtíð Elliðaárdals.

Hins vegar samþykkti Orkuveitan breytingar á verði veiðileyfa fyrir sumarið 2016 með fyrirvara um samþykki Reykjavíkurborgar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur haft Elliðaár á leigu frá stofnun félagsins árið 1939.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×