Reiðhjólabændur brugðust fljótt við hjálparbeiðni BUGL Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 23:09 Einn sjálfboðaliðinn við störf á BUGL í dag. mynd/eva ólafsdóttir Sjálfboðaliðar úr Facebook-hópnum Reiðhjólabændur komu á barna-og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) í dag, föstudag, til að laga hjól í eigu deildarinnar. Hjólin verða notuð sem hluti af meðferð unglingahóps á legudeild BUGL. „Við vildum setja inn meiri hreyfingu í hópinn en þegar við fórum að kíkja á hjólin kom í ljós að þau voru nú í alls konar ástandi,“ segir Eva Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á BUGL, í samtali við Vísi. Á hjólin hafi meðal annars vantað keðjur, bremsuvíra og bjöllur. Eva leitaði því á náðir Reiðhjólabænda í vikunni til að athuga hvort einhverjir þar gætu komið og yfirfarið hjólin og jafnvel lagað þau. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á nokkrum mínútum hafði fjöldi manns haft samband við Evu. „Á miðvikudaginn kom einn sjálfboðaliði til að yfirfara hjólin og svo í dag hefur verið hér rennerí af fólki sem hefur græjað og lagði hjólin okkar. Sumir hafa komið með varahluti og slöngur og svo gaf hjólreiðaverslunin Örninn okkur bremsuvíra, ljós og fleira. Einn sjálfboðaliðinn kom með bjöllur sem hann hafði keypt og vildi gefa okkur. Hann sagði okkur að sjálfur hefði hann greinst með ADHD á fullorðinsaldri og fullyrti að hjólreiðar hefðu hjálpað honum mikið við að hreinsa hugann og fókusera,“ segir Eva. Allt útlit er fyrir að hjólin verði fullbúin um helgina og ef á þarf að halda bíða fleiri sjálfboðaliðar á hliðarlínunni. Alls átti BUGL fimm hjól og þá fékk deildin eitt hjól til viðbótar gefins frá einum reiðhjólabónda. „Við erum alveg í skýjunum yfir þessum viðbrögðum og afskaplega þakklát þeim sem hafa lagt okkur lið.“Það þurfti meðal annars að laga bremsuvíra og keðjur á hjólunum.mynd/eva ólafsdóttirEinn sjálfboðaliðinn hafði keypt bjöllur sem hann gaf deildinni.mynd/eva ólafsdóttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Sjálfboðaliðar úr Facebook-hópnum Reiðhjólabændur komu á barna-og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) í dag, föstudag, til að laga hjól í eigu deildarinnar. Hjólin verða notuð sem hluti af meðferð unglingahóps á legudeild BUGL. „Við vildum setja inn meiri hreyfingu í hópinn en þegar við fórum að kíkja á hjólin kom í ljós að þau voru nú í alls konar ástandi,“ segir Eva Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á BUGL, í samtali við Vísi. Á hjólin hafi meðal annars vantað keðjur, bremsuvíra og bjöllur. Eva leitaði því á náðir Reiðhjólabænda í vikunni til að athuga hvort einhverjir þar gætu komið og yfirfarið hjólin og jafnvel lagað þau. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á nokkrum mínútum hafði fjöldi manns haft samband við Evu. „Á miðvikudaginn kom einn sjálfboðaliði til að yfirfara hjólin og svo í dag hefur verið hér rennerí af fólki sem hefur græjað og lagði hjólin okkar. Sumir hafa komið með varahluti og slöngur og svo gaf hjólreiðaverslunin Örninn okkur bremsuvíra, ljós og fleira. Einn sjálfboðaliðinn kom með bjöllur sem hann hafði keypt og vildi gefa okkur. Hann sagði okkur að sjálfur hefði hann greinst með ADHD á fullorðinsaldri og fullyrti að hjólreiðar hefðu hjálpað honum mikið við að hreinsa hugann og fókusera,“ segir Eva. Allt útlit er fyrir að hjólin verði fullbúin um helgina og ef á þarf að halda bíða fleiri sjálfboðaliðar á hliðarlínunni. Alls átti BUGL fimm hjól og þá fékk deildin eitt hjól til viðbótar gefins frá einum reiðhjólabónda. „Við erum alveg í skýjunum yfir þessum viðbrögðum og afskaplega þakklát þeim sem hafa lagt okkur lið.“Það þurfti meðal annars að laga bremsuvíra og keðjur á hjólunum.mynd/eva ólafsdóttirEinn sjálfboðaliðinn hafði keypt bjöllur sem hann gaf deildinni.mynd/eva ólafsdóttir
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira