Fékk krampa og festist með fótinn á bensíninu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2015 07:00 Sigurlína og Héðinn voru á leiðinni á boccia-mót í Reykjavík en þau búa á Akureyri. Sigurlína fylgir Héðni gjarnan á ýmsa íþróttaviðburði eins og sést á þessari mynd en hann hefur fengið gullverðlaun á Special Olympics. Mynd/Sigurlína Í fyrradag fór bifreið á miklum hraða út af þjóðveginum rétt við Hyrnu í Borgarnesi. Í bílnum voru mæðginin Sigurlína Styrmisdóttir og Héðinn Jónsson. Héðinn sat við stýrið en skyndilega fékk hann mikinn krampa með þeim afleiðingum að hann steig bensíngjöfina í botn og stefndi á ljósastaur sem var við stóran klett. „Ég sá ekki fyrir mér annað en stórslys,“ segir Sigurlína en hún er lögráðamaður Héðins, sem er einhverfur. „Við vorum að keyra á boccia-mót í Reykjavík og vorum snemma á ferðinni. Sem betur fer var enginn á ferli.“ Sigurlína segir bílinn hafa rokið upp í hraða. Hún hrópaði á son sinn en fékk engin svör, heyrði aðeins skaðræðisóp. Hún tók ákvörðun á þremur sekúndum um að taka í stýrið áður en hraðinn yrði meiri og keyra út af. Bíllinn fór út af rétt við klettinn, yfir hól og lenti með miklum skelli á jörðinni. „Þetta var þvílíkt högg og ég gerði ráð fyrir að deyja. Allt í einu sá ég reyk koma úr bílnum og þá sparkaði ég hurðinni upp af óskiljanlegum krafti til að bjarga drengnum sem sat meðvitundarlaus við hliðina á mér. Ég skynjaði ekki fyrst að ég væri meidd.“ Mæðginin voru flutt á sjúkrahús. Sigurlína marðist mjög illa en Héðinn slapp mjög vel, líkamlega. „Hann er í algjöru áfalli og er á róandi. Ég fékk ákúrur fyrir að leyfa honum að keyra en hann fékk tíu á bílprófi og er sérstaklega varkár í umferðinni.“ Talið er að Héðinn hafi fengið flogakast en rannsóknir eru á byrjunarstigi. Hann mun þurfa eftirlit allan sólarhringinn um óákveðinn tíma og mun ekki keyra á meðan beðið er eftir niðurstöðum. Næstu dagar verða erfiðir fyrir mæðginin. Þau þurfa að standa í flutningum en Sigurlína er illa marin og bólgin og Héðinn er í miklu áfalli. „En til allrar hamingju þá gerðist ekkert sem er ekki afturkræft. Þetta er sár á andlegu heilsuna en það varð ekki banaslys. Það hefði orðið óbætanlegt áfall. Héðinn reynir að vera jákvæður og sagði svo fallega við mig í morgun að hann væri heppinn að eiga enn mömmu.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Í fyrradag fór bifreið á miklum hraða út af þjóðveginum rétt við Hyrnu í Borgarnesi. Í bílnum voru mæðginin Sigurlína Styrmisdóttir og Héðinn Jónsson. Héðinn sat við stýrið en skyndilega fékk hann mikinn krampa með þeim afleiðingum að hann steig bensíngjöfina í botn og stefndi á ljósastaur sem var við stóran klett. „Ég sá ekki fyrir mér annað en stórslys,“ segir Sigurlína en hún er lögráðamaður Héðins, sem er einhverfur. „Við vorum að keyra á boccia-mót í Reykjavík og vorum snemma á ferðinni. Sem betur fer var enginn á ferli.“ Sigurlína segir bílinn hafa rokið upp í hraða. Hún hrópaði á son sinn en fékk engin svör, heyrði aðeins skaðræðisóp. Hún tók ákvörðun á þremur sekúndum um að taka í stýrið áður en hraðinn yrði meiri og keyra út af. Bíllinn fór út af rétt við klettinn, yfir hól og lenti með miklum skelli á jörðinni. „Þetta var þvílíkt högg og ég gerði ráð fyrir að deyja. Allt í einu sá ég reyk koma úr bílnum og þá sparkaði ég hurðinni upp af óskiljanlegum krafti til að bjarga drengnum sem sat meðvitundarlaus við hliðina á mér. Ég skynjaði ekki fyrst að ég væri meidd.“ Mæðginin voru flutt á sjúkrahús. Sigurlína marðist mjög illa en Héðinn slapp mjög vel, líkamlega. „Hann er í algjöru áfalli og er á róandi. Ég fékk ákúrur fyrir að leyfa honum að keyra en hann fékk tíu á bílprófi og er sérstaklega varkár í umferðinni.“ Talið er að Héðinn hafi fengið flogakast en rannsóknir eru á byrjunarstigi. Hann mun þurfa eftirlit allan sólarhringinn um óákveðinn tíma og mun ekki keyra á meðan beðið er eftir niðurstöðum. Næstu dagar verða erfiðir fyrir mæðginin. Þau þurfa að standa í flutningum en Sigurlína er illa marin og bólgin og Héðinn er í miklu áfalli. „En til allrar hamingju þá gerðist ekkert sem er ekki afturkræft. Þetta er sár á andlegu heilsuna en það varð ekki banaslys. Það hefði orðið óbætanlegt áfall. Héðinn reynir að vera jákvæður og sagði svo fallega við mig í morgun að hann væri heppinn að eiga enn mömmu.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira