Innlent

Líkaminn fór nánast í tvennt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Guðmundsson var aðeins rétt rúmlega tvítugur þegar hann varð fyrir alvarlegu vinnuslysi við löndun úr togara í Dalvíkurhöfn.

„Við vorum búnir að hífa upp úr skipinu í svona klukkutíma þegar smellurinn kom," segir Kristján, en fjallað verður um slysið örlagaríka í öðrum þætti af Neyðarlínunni í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudag klukkan 19:35. 

Smellurinn heyrðist þegar tvö horn brotnuðu af fiskikörum sem verið var að hífa. Körin féllu á hliðina og það efsta af fimm lenti ofan á Kristjáni. Karið var fullt af fiski og ís. Fallþungi þess var um tvö tönn.

„Svona í stuttu máli fór ég bara í tvennt nema skinnið hélt mér saman.“

Meðfylgjandi er brot úr þættinum sem verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudag.

Hér að neðan má svo sjá myndband sem VÍS gerði fyrir um ári síðan með yfirskriftinni „Gefstu aldrei upp“. Kristján hefur haldið fyrirlestra undir sama nafni undanfarin ár og hafa yfir tíu þúsund manns heyrt hann deila reynslu sinni.


Gefstu aldrei upp from Vátryggingafélag Íslands on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×