Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2015 13:21 Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. Vísir/Valli/Útvarp Saga Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að stöðin hafi enga formlega beiðni fengið, hvorki frá hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum né Bubba Morthens, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. „Þetta er eitthvað sem gerist í netheimum, en við erum í raunheimum hér. Við kaupum tónlist eftir löglegum leiðum. Ef þeir óska eftir einhverju slíku þá verða þeir að snúa sér til STEF. Þá mun STEF tilkynna okkur að þeir séu á bannlista,“ segir Arnþrúður. Ljótu hálfvitarnir greindu frá því í tilkynningu á Facebook að Útvarpi Sögu væri hér með bannað spila lög sveitarinnar sína „svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri“. Vísaði sveitin þar til skoðanakönnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hvort lesendur treystu múslímum. Bubbi Mortens fylgdi svo í kjölfarið og sagðist heldur ekki vilja að tónlist hans væri spiluð á stöðinni.Bubbi er ósáttur við Útvarp Sögu.Vísir/GVAEkkert spilaðir á stöðinni Útvarpsstjórinn segir að það hitti hins vegar þannig á í þessu tilfelli að Ljótu hálfvitarnir og Bubbi séu ekkert inni á spilunarlista stöðvarinnar. „Þeir þurfa því engar áhyggjur að hafa.“ Hún segir að stöðin hafi orðið við óskum Ljótu hálfvitanna á sínum tíma þegar þeir gáfu út fyrri diskinn sinn um að spila tónlist þeirra. „Þá óskuðu þeir eftir því að við bæði spiluðum þá og kynntum þá sérstaklega. Við tókum viðtal til að hjálpa þeim við að kynna sig. Að öðru leyti hafa þeir ekki verið spilaðir hér.“Niðurstöðurnar í skoðanakönnuninni umdeildu. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Ekki beiðir frá fleiri tónlistarmönnum Arnþrúður segist alls ekki hafa fengið beiðnir eða vita um fleiri tónlistarmenn sem vilji ekki að tónlist þeirra sé spiluð á Útvarpi Sögu. „Nei, alls ekki. Við erum talmálsstöð og spilum minni tónlist en tónlistarstöðvarnar.“ Hún segir að henni þyki öll umræðan í tengslum við málið vera vitlaus. „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur? Þeir verða að fara út úr boxinu. Alvöru umræða grundvallast á því að það eru margvísleg sjónarmið sem koma fram og þau eru ekki öllum að skapi.“Trúarbrögð ekki heilög Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. „Langt í frá. Sá sem les könnunina og tekur þátt í henni á það bara við sjálfan sig. Hún er ekkert skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Við spyrjum reglulega um traust og trúverðugleika og annað. Trúarbrögð eru ekki það heilög að ekki megi fjalla um þau eða spyrja um þau. Svo mikið er víst. Tjáningarfrelsið er sterkara.“ Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að stöðin hafi enga formlega beiðni fengið, hvorki frá hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum né Bubba Morthens, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. „Þetta er eitthvað sem gerist í netheimum, en við erum í raunheimum hér. Við kaupum tónlist eftir löglegum leiðum. Ef þeir óska eftir einhverju slíku þá verða þeir að snúa sér til STEF. Þá mun STEF tilkynna okkur að þeir séu á bannlista,“ segir Arnþrúður. Ljótu hálfvitarnir greindu frá því í tilkynningu á Facebook að Útvarpi Sögu væri hér með bannað spila lög sveitarinnar sína „svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri“. Vísaði sveitin þar til skoðanakönnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hvort lesendur treystu múslímum. Bubbi Mortens fylgdi svo í kjölfarið og sagðist heldur ekki vilja að tónlist hans væri spiluð á stöðinni.Bubbi er ósáttur við Útvarp Sögu.Vísir/GVAEkkert spilaðir á stöðinni Útvarpsstjórinn segir að það hitti hins vegar þannig á í þessu tilfelli að Ljótu hálfvitarnir og Bubbi séu ekkert inni á spilunarlista stöðvarinnar. „Þeir þurfa því engar áhyggjur að hafa.“ Hún segir að stöðin hafi orðið við óskum Ljótu hálfvitanna á sínum tíma þegar þeir gáfu út fyrri diskinn sinn um að spila tónlist þeirra. „Þá óskuðu þeir eftir því að við bæði spiluðum þá og kynntum þá sérstaklega. Við tókum viðtal til að hjálpa þeim við að kynna sig. Að öðru leyti hafa þeir ekki verið spilaðir hér.“Niðurstöðurnar í skoðanakönnuninni umdeildu. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Ekki beiðir frá fleiri tónlistarmönnum Arnþrúður segist alls ekki hafa fengið beiðnir eða vita um fleiri tónlistarmenn sem vilji ekki að tónlist þeirra sé spiluð á Útvarpi Sögu. „Nei, alls ekki. Við erum talmálsstöð og spilum minni tónlist en tónlistarstöðvarnar.“ Hún segir að henni þyki öll umræðan í tengslum við málið vera vitlaus. „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur? Þeir verða að fara út úr boxinu. Alvöru umræða grundvallast á því að það eru margvísleg sjónarmið sem koma fram og þau eru ekki öllum að skapi.“Trúarbrögð ekki heilög Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. „Langt í frá. Sá sem les könnunina og tekur þátt í henni á það bara við sjálfan sig. Hún er ekkert skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Við spyrjum reglulega um traust og trúverðugleika og annað. Trúarbrögð eru ekki það heilög að ekki megi fjalla um þau eða spyrja um þau. Svo mikið er víst. Tjáningarfrelsið er sterkara.“
Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44
Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30