Sigga Kling vildi alls ekki verða spákona Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júní 2015 15:23 Sigríður Klingenberg, eða Sigga Kling eins og hún er jafnan kölluð, ætlaði sér aldrei að verða spákona, þrátt fyrir að hafa alist upp við spádóma. Henni þótti spákonur yfir höfuð undarlegar - svarthærðar konur með stóra skartgripi. Að lokum var það eiginmaður hennar sem ýtti henni það út í það að spá. „Ég var búin að segja við veröldina og almættið að ég vildi alls ekki verða spákona. Ég sá konu fyrir mér svona svarthærða með allt of stóra skargripi, og þær alltaf svona skrítnar," segir Sigga hlæjandi. „En það sem þú segir er viss ósk líka. Það sem þú segist ekki vilja það færðu líka."Hugrekkið skipti höfuðmáli Sigga segir næmnina búa í öllum, það þurfi bara að þróa hana. Spárnar komi líkt og stormsveipur. „Mér finnst ekkert merkilegt við það að spá. Það sem þú þarft að skoða er fyrsta hugsun - ekki breyta tilfinningunni. Þú segir oft "ég vissi þetta, en ég þorði ekki að segja það". Það er að þora að segja hlutina," segir hún. Hún segist hafa þurft mikið hugrekki til að byrja að spá, en er ánægð með að hafa fundið það. Best þyki henni að geta hjálpað fólki í erfiðleikum. „Ég er óvart spákona. Svona opinber í það að minnsta því maðurinn minn var að mála á hárgreiðslustofu og heyrði af því að hárgreiðslukonurnar væru að leyta eftir spákonu. Hann benti á mig og við hittumst á kaffihúsi skömmu síðar. Ég var svo hrædd. Ég hugsaði bara „guð minn góður, hvað get ég gert? á ég að spá fyrir þeim í bolla eða hvað?" En ég tók í höndina á einni konunni og talaði allt sem kom til mín. Það varð allt vitlaust og það endaði þannig að ég var á kaffistofunni í hálft ár."„Ég vil fá skilnað" Sumir taka spánum of alvarlega segir Sigga og hefur það jafnvel gengið svo langt að fólk selji húsin sín eða sæki um skilnað. Hún biður fólk um að einblína ekki einungis á neikvæðu hlutina. „Ég man eftir einni konu sem ég hitti í Kringlunni. Hún sagði: „Sigga. Það var svo góð stjörnuspáin hjá þér. En svo sagðiru að það ætti að gera upp ástarmálin. Þannig að ég hringdi bara í Stefán og sagði "ég vil fá skilnað, það er kominn tími til þess". Ég sagði guð inn góður. Þú áttir ekki að gera það. Í guðanna bænum ekki taka þessu svona. En málið er að þú getur lesið hvað sem þú vilt út úr þessu. Ef þú ert jákvæð þá lestu það jákvæða, en þeir sem eru neikvæðir eiga þa til að taka einungis það neikvæða til sín. Þetta er bara eins og með lífið. Þú verður að horfa á það jákvæða og sleppa svolítið hinu neikvæða," segir hún en bætir þó við að hún hafi jákvæðni og gleði að leiðarljósi í spánum sínum.Syngur til stjarnannaSigga segist þurfa að setja sig í ákveðnar stellingar áður en hafist sé handa við gerð stjörnuspánna. Hún byrji á því að lesa stjörnukortið sem hún útbjó og syngi svo, dansi og rölti um heimilið og bíði þar til stjörnuspáin komi til hennar. „Ég óma mikið ef fólk kemur til mín. Ég veit ekki af hverju en það fær mig til að líða betur. En hvað svo sem það gerir veit ég ekki. Svo tala ég. Ég horfi í augun á manneskjunni og tala, held oft í höndina á henni. Ég geri það sama í stjörnuspánum. Þá raða ég niður kannski tíu manns sem ég þekki, loka augunum og hugsa til þeirra allra, eitt og eitt í einu og tala til þeirra," segir hún. Ísland í dag fékk að fylgjast með þegar hún útbjó júlíspána, sem kom út í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Það má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi Í hvaða stjörnumerki ert þú? 26. júní 2015 10:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Sigríður Klingenberg, eða Sigga Kling eins og hún er jafnan kölluð, ætlaði sér aldrei að verða spákona, þrátt fyrir að hafa alist upp við spádóma. Henni þótti spákonur yfir höfuð undarlegar - svarthærðar konur með stóra skartgripi. Að lokum var það eiginmaður hennar sem ýtti henni það út í það að spá. „Ég var búin að segja við veröldina og almættið að ég vildi alls ekki verða spákona. Ég sá konu fyrir mér svona svarthærða með allt of stóra skargripi, og þær alltaf svona skrítnar," segir Sigga hlæjandi. „En það sem þú segir er viss ósk líka. Það sem þú segist ekki vilja það færðu líka."Hugrekkið skipti höfuðmáli Sigga segir næmnina búa í öllum, það þurfi bara að þróa hana. Spárnar komi líkt og stormsveipur. „Mér finnst ekkert merkilegt við það að spá. Það sem þú þarft að skoða er fyrsta hugsun - ekki breyta tilfinningunni. Þú segir oft "ég vissi þetta, en ég þorði ekki að segja það". Það er að þora að segja hlutina," segir hún. Hún segist hafa þurft mikið hugrekki til að byrja að spá, en er ánægð með að hafa fundið það. Best þyki henni að geta hjálpað fólki í erfiðleikum. „Ég er óvart spákona. Svona opinber í það að minnsta því maðurinn minn var að mála á hárgreiðslustofu og heyrði af því að hárgreiðslukonurnar væru að leyta eftir spákonu. Hann benti á mig og við hittumst á kaffihúsi skömmu síðar. Ég var svo hrædd. Ég hugsaði bara „guð minn góður, hvað get ég gert? á ég að spá fyrir þeim í bolla eða hvað?" En ég tók í höndina á einni konunni og talaði allt sem kom til mín. Það varð allt vitlaust og það endaði þannig að ég var á kaffistofunni í hálft ár."„Ég vil fá skilnað" Sumir taka spánum of alvarlega segir Sigga og hefur það jafnvel gengið svo langt að fólk selji húsin sín eða sæki um skilnað. Hún biður fólk um að einblína ekki einungis á neikvæðu hlutina. „Ég man eftir einni konu sem ég hitti í Kringlunni. Hún sagði: „Sigga. Það var svo góð stjörnuspáin hjá þér. En svo sagðiru að það ætti að gera upp ástarmálin. Þannig að ég hringdi bara í Stefán og sagði "ég vil fá skilnað, það er kominn tími til þess". Ég sagði guð inn góður. Þú áttir ekki að gera það. Í guðanna bænum ekki taka þessu svona. En málið er að þú getur lesið hvað sem þú vilt út úr þessu. Ef þú ert jákvæð þá lestu það jákvæða, en þeir sem eru neikvæðir eiga þa til að taka einungis það neikvæða til sín. Þetta er bara eins og með lífið. Þú verður að horfa á það jákvæða og sleppa svolítið hinu neikvæða," segir hún en bætir þó við að hún hafi jákvæðni og gleði að leiðarljósi í spánum sínum.Syngur til stjarnannaSigga segist þurfa að setja sig í ákveðnar stellingar áður en hafist sé handa við gerð stjörnuspánna. Hún byrji á því að lesa stjörnukortið sem hún útbjó og syngi svo, dansi og rölti um heimilið og bíði þar til stjörnuspáin komi til hennar. „Ég óma mikið ef fólk kemur til mín. Ég veit ekki af hverju en það fær mig til að líða betur. En hvað svo sem það gerir veit ég ekki. Svo tala ég. Ég horfi í augun á manneskjunni og tala, held oft í höndina á henni. Ég geri það sama í stjörnuspánum. Þá raða ég niður kannski tíu manns sem ég þekki, loka augunum og hugsa til þeirra allra, eitt og eitt í einu og tala til þeirra," segir hún. Ísland í dag fékk að fylgjast með þegar hún útbjó júlíspána, sem kom út í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Það má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi Í hvaða stjörnumerki ert þú? 26. júní 2015 10:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira