Sport

Kristinn Þór genginn í raðir Selfoss

Kristinn náði sínum besta tíma í 800 metra hlaupi í síðasta mánuði.
Kristinn náði sínum besta tíma í 800 metra hlaupi í síðasta mánuði. vísir
Hlaupagarpurinn Kristinn Þór Kristinsson er genginn í raðir Umf. Selfoss frá Umf. Samhygð. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska.is.

Kristinn, sem er 26 ára, er sterkur 800 metra hlaupari en hann er fastamaður í íslenska landsliðinu í frjálsum íþróttum. Hann hefur keppt á Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd og þá keppti hann á heimsmeistaramótinu á síðasta ári.

Besti tími Kristins í 800 metra hlaupi er 1:50,38 mínútur en hann náði þeim tíma á móti í Danmörku í síðasta mánuði.

Þótt Kristinn sé búinn að semja við Selfoss mun samstarf hans og þjálfarans Erlings Jóhannssonar halda áfram að því er fram kemur í frétt Sunnlenska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×