Innlent

„Að taka Dag á þetta“

Jakob Bjarnar skrifar
Stjórnarsinnar sjá pólitísk sóknarfæri í því sem þeim sýnist vandræði í borginni. Einn þeirra er Jóhannes Þór sem vill gjarnan koma orðatiltækinu „að taka Dag“ á þetta á kortið.
Stjórnarsinnar sjá pólitísk sóknarfæri í því sem þeim sýnist vandræði í borginni. Einn þeirra er Jóhannes Þór sem vill gjarnan koma orðatiltækinu „að taka Dag“ á þetta á kortið.
Stjórnarsinnar margir sjá pólitísk sóknarfæri í vandræðum sem þeim sýnist Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og borgaryfirvöld eiga í vegna hins stóra Ísraelsmáls. Einn þeirra sem gerir sér mat úr því er Jóhannes Þór Skúlason, hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann hendir setur fram háðslegan status á Facebooksíðu sinni sem hittir beint í mark meðal skoðanabræðra hans.

„Sumir hafa spurt hvers vegna ríkisstjórnin gat ekki verið fljótari að taka ákvörðun vegna flóttamannamálsins. Einhverjir hafa bent á í því samhengi að það sé skynsamlegra að taka dag í þetta en að taka Dag á þetta...“

Hátt í hundrað manns „læka“ og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hlær dátt í athugsemdakerfi Jóhannesar Þórs.

Jóhannes Þór spyr svo í athugasemdakerfinu hvort þetta eigi ekki heima í páskaeggi og þá væntanlega sem málsháttur. Jóhannes Þór setti svo nú nýlega aðra uppfærslu um málið, þar sem hann hnykkir á þessum nýja málshætti, „að taka Dag á þetta“ og vill greinilega koma honum á kortið:

„Ég sé að Björk Vilhelmsdóttir vill í dag halda því fram að borgarstjórn hafi ekki verið að taka Dag á'etta með Ísraelstillöguna - hún hafi verið löngu undirbúin mánuðum saman. Ég hef heyrt um eftiráskýringar, en eftirá-eftiráskýring er eitthvað alveg nýtt...“

Það má þannig ljóst vera að stjórnarsinnar skemmta sér konunglega vegna vandræða í borgarstjórn Reykjavíkurborgar.

Ég sé að Björk vilhelmsdóttir vill í dag halda því fram að borgarstjórn hafi ekki verið að taka Dag á'etta með Í...

Posted by Jóhannes Þór on 21. september 2015

Sumir hafa spurt hvers vegna ríkisstjórnin gat ekki verið fljótari að taka ákvörðun vegna flóttamannamálsins. Einhverjir...

Posted by Jóhannes Þór on 21. september 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×