Innlent

Gullinbrú lokuð fram eftir degi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gullinbrú verður lokuð fram eftir degi á meðan framkvæmdir standa yfir.
Gullinbrú verður lokuð fram eftir degi á meðan framkvæmdir standa yfir. Kort/Loftmyndir.is
Unnið verður við fræsingar og malbikun við Gullinbrú, milli Fjallkonuvegar og Hallsvegar, í Grafarvogi í dag. Lokun verður fram eftir degi um brúna og hjáleið er um Fjallkonuveg. Vegfarendur eru beðnir um að sína aðgát á meðan framkvæmdum stendur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×