Innlent

Íslendingar örlítið óánægðari í dag en fyrir fimm árum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meirihluti Íslendinga var ánægður með sumarfríið sitt samkvæmt könnun MMR.
Meirihluti Íslendinga var ánægður með sumarfríið sitt samkvæmt könnun MMR. vísir/daníel
MMR gerði á dögunum könnun á meðal 1023 Íslendinga, 18 ára og eldri, þar sem afstaða þeirra til sumarfrísins, nágranna og vinnunnar var könnuð.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 89,8 prósent 89,8% ánægð með nágranna sína, 87,7% sögðust ánægð með sumarfríið sitt og 90,5% sögðust ánægð með vinnuna sína.

Þegar litið er til afstöðu Íslendinga á árinu 2010 og 2015 þá virðist sem svarendur séu örlítið óánægðari  í ár heldur en árið 2010 en þá spurði MMR um afstöðu landans til sömu þátta og nú.

Árið 2010 voru 92,2% svarenda ánægðir með nágranna sína, 91,9% voru ánægðir með sumarfríið sitt og 91,2% voru ánægðir með vinnuna sína.

Könnunin fór fram dagana 31. ágúst til 3. september og voru þátttakendur valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×