Innlent

Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Strætó

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Strætó braut útboðslög þegar fyrirtækið framseldi samning við Kynnisferðir um ferðaþjónustu fyrir fatlaða, til fyrirtækisins Nýtækni. Þetta kemur fram í úrskurði sem féll í morgun hjá kærunefnd útboðsmála.

Úrskurðurinn er enn einn áfellisdómurinn í sögu Strætó að því er snertir akstur fyrir fatlaða en Strætó hefði átt að semja við aðra samningshafa um aksturinn um verkefni Kynnisferða, en gerði það ekki.

Nokkrir bílstjórar sem höfðu gert rammasamninga um akstur fyrir Strætó kærðu málið. Sveinn Andri Sveinsson segir að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Strætó, samningi við Nýtækni sé þó ekki rift en bílstjórarnir fái skaðabætur. Lærdómurinn sé þó sá að Strætó þurfi að taka til heima hjá sér og greiða hlutaðeigandi skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×